29.11.2007 | 13:27
barnaland-punktur-is
Ég hefði nú bara aldrei trúað þessu að óreyndu. En eins og margir vita var maður að flytja í nýtt húsnæði og um leið að breyta heilmiklu varðandi innbú og stíl. Búin að selja fullt af smádóti í Kolaportinu og svo það besta. Búin að selja slatta á barnaland.is Það er aðal smáauglýsinga dæmið. Búin að selja stofuskápinn minn á 40.000 gamla sjónvarpið á 15.000 og síðast furubókaskáp á 3.500. Núna er ég með þrjá billy bókaskápa til sölu þarna inni. Hún "týndist" auglýsingin mín og ég var að "finna" hana aftur í vikunni og uppfæra hana. Það er engin smá umferð þarna inni. Mæli með þessum miðli til að kaupa og selja

Athugasemdir
Nú er ég líka búin að selja Billy skápana. Þetta svínvirkar, ég að segja ykkur það
*
"Eigum við eitthvað að ræða þetta?"
*fengið að láni úr þáttunum Næturvaktin, á Stöð-2
Anna Viðarsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.