4.12.2007 | 13:33
Spurningakeppni
Ókeypis flug og gisting fyrir 2 til Pekíng á ólympíuleikana 2008.
Það eina sem þú þarft að gera er að skoða myndina hér að neðan og svara 5 laufléttum spurningum. Sá sem svarar öllu réttu fer svo í pott og dregið verður úr réttum svörum.
Spurningar:
1. Hvaða nemandi á meðfylgjandi mynd virðist vera þreytt/-ur?
2. Hverjir á myndinni eru karlkyns tvíburar?
3. Hverjir á myndinni eru kvenkyns tvíburar?
4. Hversu margar konur eru á myndinni?
5. Hver þeirra er kennarinn?
Gangi ykkur vel!
Þið getið fengið myndina stærri með því að smella á hana.
Athugasemdir
Ef vel er að gáð, þá er þetta rosalega vel gert. Þetta er sama augnparið á öllum. Það sem fólki dettur í hug að dunda sér við
Anna Viðarsdóttir, 4.12.2007 kl. 16:03
Ég er með rétt svör við þessum auðveldu spurningum en ert á að senda svörin?
Þorsteinn Kristinsson, 4.12.2007 kl. 19:34
Svörin átt þú að setja niður á blað og senda mér í almennum pósti. Jafnfram ætlast ég til þess að í sama umslag setjir þú fallegt jólakort sem þú hefur lagt mikla vinnu í að fönda handa mér. Þar skrifar þú auðvitað fallega jólakveðju til mín. Þetta er sem sagt ekki flókið mál!
Anna Viðarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.