5.12.2007 | 10:19
GRÁTVIÐURINN - sá þunglyndi
01.03-10.03 og 03.09-12.09
Hann er mikið einn með sjálfum sér og er listræn sál. Hann dreymir um fallegt heimili, um falleg föt og skraut. Þetta hvetur hann áfram í lífsbaráttunni, þótt um leið sé hann mjög bundinn fjölskyldu og heimili. Í brjósti hans búa tvær persónur. Önnur er draumlynd og tilfinningasöm, en hin er óróleg og hverflynd. Hann verður auðveldlega fyrir áhrifum af þeim sem í kring um hann eru, en er þó alls ekki auðveldur lífsförunautur. Hann getur verið duttlungafullur, tekið hlutina of alvarlega og margt ræðst af því í hvernig skapi hann er. En vegna þess hve næmur hann er, þá kemur það oft fyrir að hann getur séð fyrir óorðna hluti. Hann þjáist oft mikið vegna ástamála. Honum finnst hann svo oft misskilinn og vanmetinn.
Nú man ég bara eftir Jóhönnu æskuvinkonu. Svo tvö lítil kríli sem fæddust í sept, en það er ekki að marka þau ennþá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.