5.12.2007 | 16:26
Börn eru yndisleg
Það er alveg ógrynni af sögum af börnum sem eru að taka rangt eftir, misheyra og misskilja það sem sagt er. Enda ekki nema von, þau eru gjörsamlega að læra tungumálið bara með því að hlusta á fullorðna fólkið. Björgvin frændi (skúmur) er duglegur að segja frá skemmtilegum atriðum frá sínum strák. Enda er sá strákur alveg sérstaklega skemmtilegur.
Hér eru nokkrar sögur sem ég hef fengið á tölvupósti frá hinum og þessum :
Frænka mín er að vinna í leikskóla og er að tala við eina litla dömu og spyr hana hvað hún vilji vera þegar hún verður stór. Stelpan svaraði= að hún vildi vera lögreglukona. Frænka mín = afhverju lögreglukona Stelpan svarar = því þær eru svo KUNTUMIKLAR (kunna svo mikið).
Vinfólk mitt bjó í Vesturbænum. Það bankar upp á lítil stúlka sem var að hjálpa stóru systkinum sínum að selja klósettpappír fyrir KR og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þetta var þó aðeins of flókið fyrir litla 6 ára stúlku. Hún gekk hús úr húsi og spurði: "Viltu kaupa klósettpappír til styrktar vangefnum KR-ingum!
Svo þegar ég var lítill var verið að fara skíra frænda minn við vorum mætt eitthvað tímalega og sátum út í bíl að bíða ... ég orðinn frekar pirruð og hreitti útúr mér MAMMA hvenar á að kirkja Gunnar
ÞESSI ER BESTUR : Frændi minn átti einu sinni að koma barninu sínu í rúmið, því mamman var á fundi. Eitthvað dróst háttatíminn og allt í einu rankar hann við sér og segir við barnið: "Þú átt að vera farinn að sofa fyrir lifandis löngu" og drífur sig að hátta barnið og koma því í bólið. Skömmu seinna kom mamman heim og kíkir inn í herbergi og finnur barnið þar hálfvolandi. Þegar hún spurði hvað væri að, var svarið: "Pabbi sagði að ég ætti að sofa hjá lifandi slöngu."
Athugasemdir
Ertu búin að segja pabba þennan KR brandara?
Þorsteinn Kristinsson, 5.12.2007 kl. 17:37
Ég þori því ekki fyrir mitt litla líf. Hvorki honum né nokkrum öðrum í fjölskyldunni. Veit að systir mín væri ekki hrifin ef að hún sæi þetta.
Anna Viðarsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.