6.12.2007 | 17:27
LINDIN - efahyggjumaðurinn
11.03-20.03 og 13.09-22.09
Því eldri sem hún verður, því meiri viðringar nýtur hún meðal vina og vandamanna. Með mestu ró tekur hún því sem lífið lætur að höndum bera. Fyrirhöfn og barátta eru eitur í hennar beinum, því hún vill hafa það sem þægilegast. Hún er mjúklát og eftirgefanleg. Hana dreymir um líf í góðum efnum og um takmark sem hún aldrei nær. Lífið verður henni ekki auðvelt, því lindin er góð við alla og fórnfús við þá sem henni standa næstir. Gáfur hennar eru mjög fjölhliða. Þó fá hæfilekar hennar ekki að njóta sín, þar sem hún er of fljót að missa móðinn. Margar lindir verða um of háðar öðrum. Í ástum er það því miður sjaldgæft að þær finni hamingjuna.
Aðvörun: Lindin er hræðilega afbrýðisöm!
Hér man ég eftir Dittu mágkonu, tengdamömmu, Helga bróðir, Anton, Önnu frænku og svo Guðrún Björk vinkona.
Athugasemdir
Þú gleymdir allveg hinni ýturvöxnu Leonce indversku princessunni og söngfuglinum 19. mars.
Lýður (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:39
Hahaha! Já hvernig gat ég gleymt henni. Það er auðvitað samasemmerki á Anton og þessari indversku princessu. Veit ekki hvort að Anton getur fyrirgefið mér
Hann varð jú ekkert lítið "kátur" þegar að hann komst að því að þau eiga sama afmælisdag 
Anna Viðarsdóttir, 11.12.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.