13.12.2007 | 16:51
Þetta er rosalegt
Ef þið hafið verið að fylgjast með fréttunum í gær (miðvikudag) þá var verið að tala um atvik á JFK flugvelli. Ung kona sem lenti heldur betur i óþægilegri lífsreynslu. Ef ykkur langar að lesa bloggið hennar þar sem hún lýsir þessu þá getið þið smellt á linkinn hér að neðan
http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/
Kveðja,
Anna sem annars NY
Athugasemdir
Eigum við að stofna svona nújork vina félag?? Björgum nújork frá illu umtali.. hi hi
Erla Björg (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:50
Eftir að hafa lesið blogg konunnar sem fór til New York, hef ég engan áhuga á að fara þangað. Ætla að halda mig við Evrópu.
Áslaug Kristinsdóttir, 15.12.2007 kl. 00:06
Áslaug mín, þú skalt bara passa þig að gera ekkert sem þú átt og mátt ekki gera. Þessi unga kona er "sek" um að hafa framlengt dvöld sinni í USA um 15 daga fyrir mööörgum árum síðan. Svona lagað gerir maður jú ekki! Ha?! Lengja dvöl sína í útlöndum af því að það er svo gaman! Já... nei... það á að halda sig við upphaflegt plan, því að annars koma vondu mennirnir og bögga þig feitt. Þannig að ef þú "hegðar" þér vel þá þarftu ekkert að vera smeik við USA
Anna Viðarsdóttir, 16.12.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.