Börn eru yndisleg

Ég á eina litla frænku, Júlía bráðum sex ára, sem er svo yndisleg. Hún er líka á þeim aldri sem er svo skemmtilegur. Þau eru að uppgötva svo margt og eru þvílíkir heimsspekingar.  Langar að koma með smá sögu sem gerðist að kvöldi Jóladags, þar sem hún sat með ömmu sinni og lásu saman bók um lítinn ísbjarnarhún og mömmu hans.

Sá litli var voða spenntur að stækka og vildi gera allt eins og mamman, t.d. verða sterkur og stór, synda og hlaupa hratt. Amman sagði eftir lesturinn að maður þyrfti að æfa sig og að maður væri alltaf að læra – alla tíð, og þá svaraði Júlía: „Og svo þegar maður verður gamall þá gleymir maður öllu...“

 

Hahahaha! Það er svo mikið til í þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis.  Ég ætla sko að dansa með álfunum, vona að þeir séu líka í Mosfellsbæ, en brennan þar er svo skemmtileg.

Gyða Björk (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband