4.1.2008 | 16:05
VALHNOTAN - ástríðurnar ráða
21.04-30.04 og 24.10-11.11
Valhnotin er mjög ósveigjanleg. Hún er óvenjulegrar gerðar og full af andstæðum. Á hinn bóginn er hún göfug og stórlynd og alltaf er hinn andlegi sjóndeildarhringur stór og víður. Viðbrögð hennar eru með óvæntum brag og alltaf umsvifalaus. Metnaðargirnin er takmarkalaus. Þetta er erfiður lífsförunautur, þar sem aðlögunarhæfileikinn er lítill. Ekki elska hana allir, en þess oftar er hún dáð og nýtur mikils áhrifavalds. Sé hún hátt sett, reynist hún mikill skipuleggjandi. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja hvað þeir sem hún telur sé óæðri segja um hana. Í ástum er hún mjög afbrýðisöm. En ástríður hennar gera hana að makalausum elskuga. Hún getur endalaust komið á óvart.
Jahá... hér man ég bara eftir tveimur. Fyrrum vinnufélaga Gunna Th og svo Eiríki í garðyrkjudeildinni. Er ekki alveg að sjá þessa lýsingu passa við þá. En hvað veit ég?
Já, og svo Styrmir töffari, ég vissi að ég væri að gleyma einhverjum. Karlinn verður þrítugur á árinu, ef ég man rétt. Hann er pabbi hennar Júlíu minnar og litlu systur hennar Lísu Maríu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.