9.1.2008 | 09:41
KASTANÍAN - heiðarleikinn uppmálaður
15.05-24.05 og 12.11-21.11
Kastanían er hreint óvenjulega fögur, þótt það sjáist oft ekki fyrr en nærri henni er komið. Hún kærir sig ekkert um að komast í náðina hjá öðrum og vill ekki hafa áhrif á neinn. Hún hefur óvenju sterka réttlætistilfinningu. Oft bregst hun við hlutunum af fjöri og áhuga, en dregur sig líka oft inn í skel sína. Í margmenni er hún auðsærð og viðkvæm, sem stafar af skorti hennar á sjálfstrausti. Af sömu ástæðu virðist hún líka oft mjög ánægð með sig, þótt ástæðan sé að hið innra er hún þrautpínd. Ekki er kastanían flókin persóna í ástum. Hún elskar aðeins einu sinni. Henni gengur oft illa að finna sér þann rétta eða þá réttu, því hún er að leita að félaga til lífstíðar.
Hér tel ég upp Alla, Anna Marý vinkona og svo hún Inga mín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.