9.1.2008 | 10:30
Bregst ekki...
Sko stundum á ég það til að vakna kannski kl. 05:00 eða eitthvað um það leyti. Á svo jafnvel erfitt með að sofna aftur. En ekki lengur! Búin að finna alveg pottþétt ráð við því. Ég fékk alveg brilliant hugmynd í gærmorgun. Vaknaði upp úr kl. fimm og alveg glaðvöknuð. Langaði að ná tveimur tímum í viðbót og það gekk ekki fyrr en ég fékk brainstormið. Hugsaði með mér... hér ligg ég glaðvakandi og af hverju ekki að nýta tímann. Get farið út að skokka eða eitthvað í þeim dúr. Fara í smá heilsurækt í byrjun dags. Viti menn, það gjörsamlega þyngdist líkaminn minn í einum svipan og það var eins og við manninn mælt. Ég varð alveg rosalega syfjuð og þreytt og á mettíma sofnaði ég aftur. Bara tilhugsunin um að rífa mig upp og fara út í morgunsárið...

Athugasemdir
snilld.. þú ert svo ráðagóð vinan...
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 22:02
Erla mín... ef þig vantar aðstoð við að leysa úr einhverju vandamáli, sem ég kalla auðvitað verkefni.
Kveðja,
Ráðagóða Anna
Anna Viðarsdóttir, 14.1.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.