15.1.2008 | 13:41
BJÖRKIN - sköpunargáfa í ríku mæli
24.06
Hún er viðkvæm og fíngerð. Öllum líður vel í návist hennar. Hún hatar allt snobb, því sjálf er hún svo blátt áfram. Hún kærir sig ekki um ofát og drekkur lítið og almennt séð fer ekki mikið fyrir henni: Hún er elsk að náttúrunni og á gott með að aðlaga sig nýjum kringumsætðum. En þótt hún sé svona viðkvæm að sjá, þá er ekki öll sagan þar með sögð. Hún getur unnið á við tvo. Hún er ekki sérlega ástríðufull í ástum, en tilfinningar hennar eru stöðugar og hún er trygg. Hún gerir allt hvað hún getur til að gera maka sinn hamingjusaman. Gáfur hennar eru miklar og hún hefur mikið ímyndunarafl. Þótt metnaður hennar sé ekki úr hófi keyrandi, þá finnst henni honum fullnægt, ef hún er ánægð með starfsafsköst sín.
Ég þekki held ég bara engan sem á afmæli 24.júní.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.