Ískaldur sannleikur þessi

Hér kemur lítil saga úr kvikmyndahúsi hér í bæ og þessi er sönn!

Kona ein fór í bíó með börnin sín þrjú. Í hléinu ákvað hún að gefa börnunum ís og fór því í sjoppuna.

Nú, þegar öll börnin eru komin með ísana sína og hún er búin að borga langar konuna skyndilega líka í ís.

Hún segir því táningsstúlkunni sem var að afgreiða hana að sig langi líka í ís og hún skuli bara skella honum á kortið. Hún réttir svo stúlkunni krítarkortið sitt.

Stúlkan starir á hana og hváir við.

,,Mig langar í ís lika, skelltu honum bara á kortið," endurtekur konan.

Ok segir stúlkan, tekur kortið, fer að ísvélinni, tekur í handfangið og skellir einu stykki ís beint á kortið sem hún hélt á í hinni höndinni.

Það þarf vart að taka það fram að þeir mörgu sem urðu vitni að þessum atburði störðu í fyrstu furðu lostnir á ísinn á kortinu en sprungu svo úr hlátri.....

Já, það er víst satt sem sagt er, raunveruleikinn slær skáldskapnum við...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband