...og hvað á barnið að heita?

Afkvæmið lítur dagsins ljós og foreldrar, vinir og vandamenn eru himinlifandi, það er að segja svona í flestum tilfellum. En tíminn líður og að því kemur að gefa þarf barninu nafn og þá vandast málið. Móðirin vill láta barnið heita t.d. Guðmund, en faðirinn Jón. Ömmur og afar ætlast til að barnið verði nefnt eftir sér og foreldrarnir verða andvaka þegar líður að því að barninu skuli vera gefið nafn.
Sem betur fer er mjög hagkvæm lausn á þessum vanda. Lausnin er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu. Já, eða þeirra ættingja sem bráðnauðsynlegt er að láta heita eftir. Ef barnið er drengur er hagkvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum.
Svo heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr tveimur orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur o.s.frv.Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá margar útgáfur, eins og t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.


Og nú skal taka nokkur dæmi:
Afi 1 heitir: Sturlaugur. Afi 2 heitir: Starkaður. Barnið fær nafnið: Sturlaður
                Skammkell —————-- Eilífur ——————-Skammlífur
                Ísleifur ——————-— Sigurbjörn ————–Ísbjörn
                Þjóðólfur ————-—— Konráð —————-– Þjóðráð
                Andrés——————--– Eiríkur —————-— Andríkur
                Albert——————--— Ársæll —————-— Alsæll
                Viðar———————--- Jörundur —-—-—— Viðundur
                Hringur—————---— Guttormur —-———Hringormur
                Stórólfur—————---- Friðþjófur ————-Stórþjófur

Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:
Amman heitir: Kolfinna. Afinn heitir: Dagbjartur. Barnið er fær nafnið: Kolbjartur
                    Vilborg —————- Þórhallur ————–Vilhallur
                    Málfríður————- Sigfús ——————-Málfús

Afinn heitir: Hákon. Amman heitir: Margrét. Barnið fær nafnið: Hágrét
                 Haraldur ——————- Monika —————–Harmonika
                 Kormákur —————- Albertína ————–Kortína

Lumið þið á einhverjum fleiri hugmyndum?

Ef ég hefði lent í þessum formúlum þá væri það kannski: Pabbi - Viðar og mamma - Guðrún = Viðrún eða Guðar

Föðuramma - Bergljót og föðurafi - Þorsteinn = Bergsteina eða Þorljót

Móðuramma - Sigríður og móðurafi - Eiríkur = Sigríka eða Eiríður

...já nei, takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Kristinsson

Kolgrímur + Mjallhvít = Kolhvít + Mjallgrímur

Hersteinn + Ásthildur = Herhildur + Áststeinn

Steingrímur + Sumarrós = Steinrós + Sumargrímur

Annars geturðu fundið skemmtileg leyfileg nöfn á heimasíðunni minni ef þú ert að leita að nafni á barnið þitt  http://www.tkr.is/nofn/ 

Þorsteinn Kristinsson, 21.2.2008 kl. 14:16

2 identicon

Í mínu tilviku hefði þetta orðið Törn.. eða þar að segja Tryggvi pabbi hans Villa og Örn pabbi minn. og svo gæti þetta hafa orðið Margit en það er svo " eðlilegt" þar að segja Margrét mamma hans Villa og Marit mamma mín. pældu í því hefði þetta orðið t.d Görn.. Garðar og Örn.. OJ.. já það er margt skrítið í Kýrhausnum.

Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:18

3 identicon

Magnús+Ari=Magnari

Leifur+Arnar=Leifarnar

Ásthildur+Eiríkur=Ástríkur

Heida (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Haha... þetta er ótrúlega fyndið. Ég verð nú bara að segja það.

Anna Viðarsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband