Fólk sem fæddist fyrir 1980 ætti að vera dáið!!!

...eða vorum við bara heppin?

Já, samkvæmt löggjöfum og skrif finnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar ekki að hafa lifað af. HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA? Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu. Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.  Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.  Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.  Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika.  Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.  Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum.  Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.  Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.  Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi!  Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!  Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X- box, enga tölvuleiki,ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki  video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.  Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og  fundum þá.  Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú  óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um?  nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?  Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.  Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp  leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla.  Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!  Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og  heima hjá okkur.  Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa.  Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.  Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur.  Við stjórnuðum okkur sjálf.  Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.  Hræðilegt... En þeir lifðu af.  Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.  Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.  Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.  Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því... OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI! Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda.  Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.  Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.  Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er  tilbúið að taka áhættu, góð í að leysa vandamál og eru bestu fjárfestar nokkru sinni. 

Við áttum bara gott líf er það ekki? 

Höf: óþekktur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fór nú bara á fortíðarflipp við þennan lestur!

Pottþétt að ég hef leikið mér með þessum höfundi, kannast við allt nema maðkaátið sem ég lét og hef látið alveg í friði!

Það merkilega við þetta allt er að svo virðist sem að við höfum bara haft gott af þessu, það er fyrst núna sem allt er að verða svo "sterilt" að heilsan fer að bila hjá fólki.

,Höldum áfram að lifa lífinu lifandi, éta slátur svið og súrmat, sleppum helv. pzzunni (sem er á Íslandi illa bökuð deigdrulla með gömlu áleggi, útrunnu!)

Kv. til ykkar Skötu- hjúa ( Skata er líka meinholl)

Ævar

Ævar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:06

2 identicon

Ótrúlegt að maður tóri enn Ég lét nú samt líka maðkana vera og njólann og lofthræðslan aftraði mér algjörlega frá príli í nýbyggingum og ég sem bjó alltaf í nýbyggðum Breiðholtshverfum.

Gyða Björk (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já ég er sammála að maður prufaði kannski ekki allt sem er talið upp hér, en skratti margt. Lífið var einhvern vegin svo einfalt. Nú er allt svo flókið og stressað. Það þarf alltaf að greina allt og alla og enginn má gera neitt án þess að allt fari í bál og brand.

Ég veit um þrjá bræður sem eru fullorðnir menn í dag. Þeir voru t.d. í bakhúsi á laugarvegi með loftbyssu að skjóta á skorsteinanna í nærliggjandi húsum við Laugarveg og Hverfisgötuna. Bara að skjóta á mark! ...eða þannig. Þeim fannst svo gaman að sjá þegar að þeir hittu, því að þá kom kom gráhvítt ský þegar að skotið hitti strompinn og eftir sat ljós merki á svörtum fleti. Voða gaman  Ég meina víkingasveitin væri kölluð út í dag  Svona gera menn ekki.

En það var þá.

Anna Viðarsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband