Hlaupársdagur

Í dag er hlaupársdagur, 29. febrúar. Eins og flestir vita sennilega þá er hann fjórða hver ár. Það er hlaupár þegar að talan fjórir gengur upp í ártalið eins og núna, 2008. Eina undantekningin er aldamótaár. Þá þarf talan fjögurhundruð að ganga upp í ártalið.

Víð um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlapársdeginum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Það var gert ráð fyrir því að allt muni ganga á afturfótunum það árið. En það hefur ekki verið hér á landi. Það er ekki fyrr en seinni ár sem að við höfum tekið upp svona til gamans gert að konur megi biðja sér karlmanns á hlaupársdag. Hann má ekki neita, en getur keypt sig lausan með gjöf eða greiðslu.

Best að taka það fram að ég ætla ekki að fara á skeljarnar, bara svo að það sé á hreinu. En stelpur mínar þarna ógiftu. Ef hjónabandið heillar, þá er núna tækifærið. Nú ef hann vill kaupa sig lausan þá er um að gera að hafa gjaldið nógu hátt. Svo að þið hafið eitthvað upp úr krafsinu annað er hryggbrot  Wink

Gleðilegan hlaupársdag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband