Brandaravikan

Þessa vikuna ætla ég að koma með einn brandara á dag. Svo ef að ég dett um eitthvað annað sniðugt líka þá kemur það bara aukritis Smile  Hér kemur mánudagsbrandarinn. Smá smámunasemi á spænskuframburður hér.

Guðmundur var að spjalla við Tom, kunningja sinn í Kaliforníu.
„Ég er að fara til La Jolla í næstu viku," sagði Guðmundur.
„Þú átt að segja La 'Hoj-a'!" greip Tom fram í.
„Ó, ég skil. Við hjónin ætlum að dvelja á El Cajón hótelinu."
„Þú meinar El Ca 'Hóne' hótelinu!" leiðrétti Tom aftur.
„Úps, ég skil."
„Hvenær ferðu svo aftur til Íslands?" spurði Tom.
Guðmundur hugsaði sig um í smástund og sagði svo varfærnislega:
„Veit ekki, annaðhvort í húní eða húlí."  Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konan kemur heim á harðahlaupum og kallar hátt og snjallt. Gunni Gunni.. ég vann 50 milljónir í lottó. Farðu og pakkaðu niður á stundinni.

Gunni varð mjög undrandi en kátur og kallaði á konu sína úr skápnum þegar hann var að pakka niður. Gógó eru það sundföt eða skíðaföt??

Heldur þú að mér sé ekki sama. Drullaðu þér bara út héðan

Erla Björg (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband