Góðgerðasamtökin Betri Bær

Það var skondin gjörningur sem átti sér stað eina nóttina á Laugarvegi. Þrír ungir menn tóku sig til að keyptu fimm lítra af hvítri málningu og máluðu yfir krot á veggjum. Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessum gjörningi. Sumum finnst þetta frábært á meðan aðrir eru ekki eins hrifnir. Einn var t.d. alveg hundfúll yfir því að þeir höfðu málað yfir "fínu" skreytinguna á fyrirtækinu hans, Hljómalind. Sumir bentu þeim á að þeir væru alveg eins brotlegir og þeir sem væru með spraybrúsana. Það væri bannað skv. lögum að mála hvort sem er með pensli eða spraybrúsa húseignir annarra. Kíkið á bloggið þessara stráka Góðgerðasamtökin hér og myndasíðu hér.

Mér finnst sjálfri þetta frábært hjá strákunum. Þetta hristir upp í fólki og sérstaklega húseigendum við Laugaveginn. Verð að segja eins og er að ég skil ekki alveg hvað þeir eru búnir að vera lélegir við að mála yfir þetta. Ég veit að ég myndi í þeirra sporum mála strax yfir veggjakrotið. Eiga nóg af málningu tilbúin til notkunar. Ekki spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband