8.4.2008 | 13:41
Tveir dómar sama dag á sama landinu
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.
Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hómstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimm hundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfunarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
Ekki það að ég sé að taka málstað Hannesar, en hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.