8.4.2008 | 22:36
Hjólavertíðin
Mótorhjólavertíðin byrjar ekki á sama tíma hér á okkar Ísalandi. Komst að því um helgina þegar að ég skrapp á Sigló að þar byrjar hjólavertíðin aaaaðeins seinna en hér í Reykjavík.
Þessar myndir segja meira en nokkur orð.
Athugasemdir
Ég hefði betur átt að þegja. Allt á kafi í snjó í borg óttans í morgun
Anna Viðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 11:27
Anna mín. Eina leiðin út úr þessu snjóveseni okkar hérna á SV- horninu er sú að þú kaupir þér skíði.
Björgvin Kristinsson, 9.4.2008 kl. 20:24
...Annars keyrði ég eina háaldraða í morgun sem komst varla út í bíl með göngugrindina sína. Sú var nú ekki að spara það þegar hún var loksins sest inn í bílinn hjá mér og sagði háalvarleg að nú þyrfti sko virkilega að mótmæla veðráttunni á þessu skeri og sennilega væri besta leiðin að gera eins og trukkabílstjórarnir. Hún var samt ekki viss um hvort væri betra að teppa allt við veðurstofuna eða bara hreinlega við kirkjurnar hjá veðurguðunum
Björgvin Kristinsson, 9.4.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.