18.4.2008 | 09:58
Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi...
Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
Þessi peysa er mjög lauslát...
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...
Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
Hann sat bara eftir með súrt eplið...
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast...
Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
Þar stóð hundurinn í kúnni...
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
Svo handflettir maður rjúpurnar..
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
Betur sjá eyru en auga...
Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
Lærin lengjast sem lifa. (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

Athugasemdir
Snilldin ein.. þetta kemur mér alltaf í góð sköp að sjá svona lagað. finnst þetta alveg spreng hlægilegt
Erla Björg (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:04
Þetta kom allt í útvarpinu í gær 22.04.´08 hjá þeim í súper á 95,7. Greinilegt að þetta hefur farið um víðan veg.
Björgvin Kristinsson, 23.4.2008 kl. 01:25
Kæra frænka!
smá-við-bót
Þegar til lengri tíma er litið, þá erum við öll dauð!Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.Betra er að fara á kostum en taugum.Margri nunnu er ábótavant.Oft hrekkur bruggarinn í kút.Margur bridgespilarinn lætur slag standa.Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.Oft fara bændur út um þúfur.Víða er þvottur brotinn.Oft fer presturinn út í aðra sálma.Betri eru kynórar en tenórar.Það ríður bókstaflega ekki við einhleyping.Oft er bankalán lán í óláni.Oft eru bílstjórar útkeyrðir.Oft láta bensínafgreiðlumenn dæluna ganga.Betra er að hlaupa í spik en kekki.Betra er að sofa hjá en sitja hjá.Til þess eru vítin að skora úr þeim. Hvað er líkt með karlmönnum og reiðhjólahjálmum?Nytsamir í neyð, en maður vill ekki láta sjá sig með þá á almannafæri.Bráðum Langafi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:03
Takk fyrir þetta Bráðum Langafi frændi. Þetta er eitthvað sem verður að vera til upplistað, svo frábært sem þetta er. En því miður þá er þetta nú raunin að margur er að segja þessi máltæki svo skelfilega vitlaust. Það þarf eiginlega að spá svolítið í upprunan til að fara með rétt mál. Mér finnst reyndar alltaf jafn fyndið þegar að fréttamenn eru að lesa fréttir og eru að tala um að einhverjir komust heilir á húfi... sem á auðvitað að vera heilir á hófi. Uppruninn er þegar að hestar voru að koma út langferðum að þá þótti gott ef að hófar þeirra væru heilir = heilir á hófi. En svo getur verið margt í húfi... sko.
Anna Viðarsdóttir, 28.4.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.