4.5.2008 | 20:42
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu
Á sumum lyklaborðum er fleiri sýkla að finna en á klósettsetum samkvæmt nýrri rannsókn sem Ananovavefurinn greinir frá.Í rannsókn sem neytendasamtökin Which? létu gera kom í ljós að á skrifstofu samtakanna í Lundúnum fundust sýklar á lyklaborðum starfsmanna sem geta valdið matareitrun. Af 33 lyklaborðum sem voru rannsökuð kom í ljós að á fjórum þeirra voru fleiri sýkla að finna en rýmast innan heilbrigðissamþykkta. Á einu lyklaborðanna voru sýklarnir fimm sinnum fleiri heldur en á klósettsetu hjá samtökunum. Fyrirskipaði örverufræðingur, sem rannsakaði skrifstofu Which? að lyklaborðið yrði fjarlægt af skrifstofunni og sótthreinsað.Í frétt Ananova er haft eftir örverufræðingi við University College London sjúkrahúsið að óhrein lyklaborð sem fleiri en einn notar geti dreift sýklum á meðal fólks og valdið veikindum.
Mbl.is
Hverngi lýst ykkur á þetta? Oojjj
Athugasemdir
Ég var ekki lengi að ná í hreinsiklút og strjúka yfir lyklaboðið hjá mér. Mér leið strax aðeins betur.
Anna Viðarsdóttir, 5.5.2008 kl. 11:07
ulla bjakk
Gyða Björk (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.