Skjálftasvæðið

Fyrir örfáum árum síðan var viðtal við Ara Trausta í sjónvarpinu. Það var verið að tala um möguleika á eldgosi í Mýrdalsjökli og hættuna sem Mýrdalingar gætu komist í. Í framhaldi af því var Ari Trausti spurður hvað á landinu hann vildi helst búa með tilliti til öryggisins. Þá var verið að tala um möguleika á alls konar náttúruhamförum. Jarðskjálftum, eldgosum, skriðum og fleira. Hann sagði að það væru einhverja hættur á flestum stöðum, en það væri einn staður sem hann vildi ekki búa á og það væri Selfoss. Í stuttu máli sagt.... það varð allt brjálað á Selfossi þegar að hann sagði þetta. Menn hökkuðu hann í sig og reiddust þvílíkt að ég gat ekki annað en hlegið. Hann var auðvitað að tala um flekaskilin sem liggja þarna þvert í gegnum svæðið. Það sýndi sig heldur betur í gær, úfff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Hann hefði kannski átt að segja Hveragerði, þar þurfa allir íbúarnir núna að kaupa ný glös og nýja diska

Áslaug Kristinsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Og nýja flatskjái.

Björgvin Kristinsson, 2.6.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Já svo frétti ég hjá kunningja mínum sem fór frekar illa út úr þessu í Hveragerði. Þar sem hann er að kíkja á gluggana á húsinu sínu og mátti ekki fara inn, heyrir hann þetta svaka brothljóð fyrir aftan sig. Sér hann þá hvar nágrannar voru að fara inn í sitt hús að ná í flatskjáinn sem slapp í jarðskjálftanum. Það fór nú ekki betur en svo að þau misstu hann og hann brotnaði

Anna Viðarsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband