18.6.2008 | 20:25
Stofublóm letingjans
Ég er alltaf til í að gefa góð ráð ef að ég luma á þeim. Núna luma ég á einni hugmynd fyrir þá sem eiga erfitt með að halda lífi í bergfléttu. Það sem ég gerði þegar að ég var búin að kála bergfléttu eina ferðina enn þá fékk ég þessa snilldar hugmynd. Ég klippti dauðu plönuna niður þannig að það sást ekki að þarna hafði verið blóm í pottinum. Náði mér í vír og vírklippur. Svo fór ég á útsöluloftið í Garðheimum og splæsti á mig plast skrautkertahring sem var eftirlíking af bergfléttu. Kostaði aðeins 100 kr.
Svo tók ég kertahringinn í sundur og skellti vír á blöðin og stakk ofan í pottinn. Kominn með þessa fínu bergfléttu sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að gleyma að vökva.
Athugasemdir
Aldrei skortir þig ráð, ráðagóða Anna
Oddný Guðmundsdóttir , 19.6.2008 kl. 09:28
Waaaaatttt!! Drapstu bergfléttuna sem ég gaf þér?? Hún var búin að lifa góðu lífi í Mávahlíðinni í 8 ár!!! sniff sniff
Inga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:02
Sooorryy
Anna Viðarsdóttir, 15.7.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.