Gamla kynslóðin?

Ég fór aldrei þessu vant í Kringluna í gær. Geri þetta kannski einu sinni til tvisvar á ári. Þá aðallega til að fara í The Body Shop og kaup mér sápu. Voða sérvitur á sápu í sturtuna mína Blush  Nema hvað, ég kíki þá í leiðinni í aðrar búðir. Tékka á nokkrum búðum og fór í þetta sinn inn í verslun sem heitir því frumlega nafni "Gallabuxnabúðin". Ekkert að þeirri búð, fínasta gallabuxnabúð með meiru. Nema hvað að ég fer rétt inn í dyragættina, þar sem ungur piltur kemur á móti mér og biður mér aðstoð sína. Kurteis og snyrtilegur ungur maður. Ég kem mér strax að efninu og sagðist vera að leita að LeeCooper gallabuxum. Hvort að þau hafi það merki til sölu hjá sér. Hann horfði á mig með spurnaraugum svo að ég spurði þá í beinu framhaldi, hvort að hann vissi hvort að einhverjir væru með þetta merki í dag? Hann var ennþá með þessi ungu saklausu spurnaraugu og sagði svo "Ég hef bara aldrei heyrt talað um þetta merki... LeeCooper".

Ég brosti til hans alveg í hláturskasti og sagði : "Vá, það er greinilega komin alveg ný kynslóð í gallabuxunum". Þakkaði svo kærlega fyrir, fór út og ég fann alveg fyrir þessi spurnaraugu ennþá þar sem þau stungust inn í hnakkann á mér. Grin

Ég held að ég fari bara í Vinnufatabúðina. Þar eru kannski "fullorðinir" menn sem muna eftir gömlu góður LeeCooper gallabuxunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Anna... Það er löngu búið að breyta vinnufatabúðinni í pöbb

Björgvin Kristinsson, 9.7.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Nú? En heldur þú að pöbbinn hafi fengið umboðið fyrir LeeCooper?

Anna Viðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband