15.7.2008 | 21:22
Einkamál punktur is fyrir netvæðinguna?
Var að fara í gegnum gamla pappíra sem ég á. Fann það skjal sem mér hafði verið sent fyrir næstum tuttugu árum síðan. Ég ætla að deila þessu skemmtilega bréfi með ykkur:
FRÉTTABRÉF 1990
GÓÐIR DAGA OG HAMINGJA
KUNNINGSKAPUR TIL HJÓABADS SEM HITTIR Í MARK FYRIR ALLT LANDIÐ. FYRIR KONUM MEÐ BÖRN EN ENGINN FYRIRSTAÐA OG KARLMANNI GEÐPRÝÐI OG SKAP ÁSKILIÐ FRÁ 20 ÁRA OG ELDRI HLUTI AF GÓÐUM DEYI ER AÐ KYNNAST NIUM OG BETRO MANNI MARGIR HAFA FUNDIÐ HAMINGJUNA FYRIR MINA MILLIGÖNGU HALDIÐ ÁFAM AÐ LEITA AÐ HAMINGJUNNI HÚN ÞARF EKKI AÐ VERA LANGT UNDAN OG LÁTTU DRAUMINN RÆTAST : ÉG ER RÓLEGUR OG HEIÐARLEGUR ÉG SMAKKA EKKI DROPA AF ÁFENGI : ÉG HEITI ALGJÖRUM TRÚNÐI SEM HÆGT ER AÐ TRAYSTA : OG VERMDUM EIKALIF : LÁTTU SKRÁ ÞIG OG ÞÁ OPNAST ÞÉR MÖGULEIKI FYRIR GÓÐUM KUNIGSSKAP GEFIÐ UPPLÝSIGAR UM ALDUR OG ÁHUGAMÁLUM OG ÞAÐ SEM SKIFTIR MÁLI VINSAMLEGA ATHUGIÐ EINGÖNGU ER SVRAÐ Í SÍMA 91-670785 ALLA DAGA MILLI 10 TIL 22 EÐA SKRIFAÐU UM ÁHUGAMÁL OG OG ALDUR Í BOX 9115--129 REYKJAVIK
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
EINGÖNGU FYRIR ÓGIFT FÓLK OG VERJUM HJÓNABANDS
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
1-2-3- TIMUM EYNÐNI ER SMOKKURINN EINA VÖRNIN AÐ TEMJA SÉR AÐ NOTA ÁVLLT SMOKK
HITTA MANNINN ÞÁ LÁTTU HANN ALLS EKKI KOMA HEIM TIL HITTU HANN EINHVERS TAÐAR ÚTI OG GEFÐU EKKI UPP SÍANÚMERIÐ
EITT AF STÆSTU VANDAMÁLUNUM ER AÐ FÓLK VIRÐIST EKKI GETA TALAÐ HREINT ÚT UM HLUTINN SÍN Á MILLI ER TIL EINHVER LAUSN Á ÞESSU SAMSKIPTAMÁLI ? VEGNA EYÐNI OG ÍHALDSSEM UNDANFARIÐ ER KOMIP Í TÍSKU AÐ HALDA SIG VIÐ SINN MAKA HEFUR ÞETTA KANNKI EKKI REYNST EINS VEL OG ÆTLA MÆTTI FYRIR ÖLL HJÓN ? OG ELSHUGI
MANNI MEÐ BÖRN : ER ENGINN FYRIRSTAÐ TILL AÐ LÁTA MANNI LIDA VEL OG OFT ER SPURT EFTER FERAFIAGA TIL ÚTLANDI :
GÓÐ SAMVINNA TIL AÐ BÆTA LÍFI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
ÉG ER DRENGUR GÓÐUR SEM LOFAR GÓÐU. MENN VERAÐ AÐ GERA SITT BESTA TIL AÐ BÆTA LIFI
AFLAÐU ÞÉR NÁNARI UPPLÝSINGA LEITAÐU RÁÐA HJÁ JOHANNI MEÐ KVEÐJU
Ég skil bara ekkert í mér. Ég hafði aldei samband við þennan Jóhann.
Athugasemdir
Ég skil vel að þú hafðir aldrei samband við þennan Jóhann, en afhverju ertu búin að varðveita þetta í öll þessi ár???
Áslaug Kristinsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:19
Góð spurning, en þetta var í gömlum skjölum sem ég á. Hafði stungið ýmsu dóti í plastmöppu og ekki kíkt í hana leeeeengi.
Anna Viðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.