Predikun með boðskap

Hann var aðeins lítill fugl. En honum fannst þessar sífelldu suðurferðir á haustin eitthvað svo tilgangslausar. Hann tók því þá óbifanlegu ákvörðun, að fara hvergi. Hann var hreykinn og ánægður yfir eigin sjálfstæði og horfði með hálfgerðir vorkunnsem á aðra fugla, sem síðar hluta september mánaðar tóku sig upp í stórhópum og héldu suður á bóginn.

Svo leið nokkur tími. En þá fór að kólna. Það varð nístingskalt og þegar komið var fram í nóvember, sá litli fuglinn, vinur okkar, að hér var aðeins eitt sem hægt var að gera : Koma sér suður í sólina og hitann. Einn frostkaldan morgun lagði hann af stað.

Allt gekk vel í fyrstu, en fljótlega myndaðist ísing á vængjunum og svo fór að lokum að litli fuglinn, vinur okkar, varð að nauðlenda, illa haldinn einhvers staðar í hinu blauta Hollandi.

Skammt frá lendingarstað fuglsins voru beljur að naga hálm. Nú vildi hvorki betur né verr til en svo, að ein kýrin missti frá sér það, sem kýr eru sífellt að láta frá sér. Það hefði það ekki verið í frásögu færandi, ef ekki hefði viljað svo illa til að þetta lenti á aumingja litla fuglinum, vini okkar. Hann bókstflega fór á kaf.

Þetta virtust ætl að verða dapuleg endalok og litla fuglinum fannst myrkrið og vonleystið umlykja sig í orðsins fyllstu merkingu. En til er nokkuð, sem nefnist heitir bakstrar. Fljólega fann litli fuglinn fyrir hitanum frá kúadellunni. Blóðið byrjaði aftur að renna eðlilega og kraftarnir jukust a  nýju og skapið batnaði. Í gleði sinni byrjaði fuglinn nú að syngja fallegan söng (What kind of fugl am I?).

En í skógarjaðrinum var gulbröndóttur, hollenskur köttur á ferð. Hann sperrti eyrun og trúði þeim varla: Fuglasöngur? Gat þetta verið satt? Jú, það var ekki um að villast og kisi var fljotur að finna út hvaðan þessi dýrðlegi söngur kom: Þetta var óvenjulega múskölsk kúamykja og með því að kötturinn var svangur, þá kærði hann sig kollóttann um umbúðirnar. Hann fann fljótlega innihaldið, vin okkar litla fuglinn, sem hann át... já með húð og fjöðrum.

Já, svona var sagan sú. Ef til vill hafið þið þegar fundið boðskap sögunnar, en hann er þríþættur:

  1. Það er ekki víst að það séu endilega óvinir þínir, sem kasta skit að þér
  2. Það er ekki víst, að það séu endilega vinir þínir, sem vilja þig upp úr skítunum.
  3. Ef þú hefur það gott í skítunum, reyndu þá að halda þér saman.

Þetta er eldgömul saga sem stendur alltaf fyrir sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Ég er bara að keyra strætó og steinþegi

Áslaug Kristinsdóttir, 24.7.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband