7.8.2008 | 21:41
Breytt orðalag
Ég held að við ættum að fara að breyta orðalaginu okkar. Sérstaklega þegar að við erum að tala um hluti sem okkur finnst leiðinlegt að tala um.
Mér finnst t.d. ekkert gaman að játa það að ég er of feit. Ég vil heldur orða það þannig að ég hafi færst í vöxt Eins að ég á mjög auðvelt með að fitna, það hljómar ekki vel. Ég vil heldur segja að ég er auðmjúk kona Hljómar það ekki betur? Hihihihi
Svo er þetta oft líka spurning um kynþokkan. Þegar nefnt er orðið kynþokki, þá poppar upp ímynd sem við fáum í gegnum fjölmiðlana. Grannar þokkafullar konur með línurnar eins og grísk gyðja frá tímum Rómverja. Ég held að ég segi bara um sjálfan mig, sem er stórbrotin íslensk kona.
Ég er alveg æðislegt kyntröll Hvernig hljómar það?
Athugasemdir
Ég sem hélt að þú værir kynþokkafull stórbrotin íslensk risessa
Steinunn Reynisdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.