9.8.2008 | 20:12
Hinsegin dagar
Ég er eitthvað svo treg. Ég er ekki alveg að skilja þennan boðskap hjá samkynhneigðum. Þeir vilja að við tökum þeim eins og hverju öðru "venjulegu" fólki. Já, auðvitað gerir maður það. Mér kemur ekkert við hjá hverjum hver og einn sængar eða þannig. En eru þau ekki að skera sig sjálf úr hópnum með þessari gleðigöngu sinni? Hvað segir þú við barnið þitt niður í bæ þar sem þið fylgist með hópnum fara í skrúðgöngu niður Laugaveginn? Jú jú elskan mín, þetta er sko alveg eins fólk eins og við
...eða er það ég eitthvað öfugsnúin hér?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.