Franskar konur fitna ekki.

P8150039

Það var gefin út bók sem upplýsir lesandann um það af hverju franskar konur fitna ekki. Ég hef aðeins gluggað í þessa bók en hef ekki prufa þessa frönsku aðferð. Ég ætlaði reyndar að nota helgina í að prufa eina aðferð úr bókinni. En ég treysti mér ekki til þess þegar á hólminn var komið. Þetta gengur sem sagt út á það að laugardag og sunnudag er bara drukkið seiði frá blaðlauk og borðaður blaðlaukurinn til að seðja sárasta hungrið.

Ef ykkur langar að losna við tvö kíló yfir eina helgi þá er þetta víst að virka. Ég fékk staðfestingu á því um daginn. En ég guggnaði. Mér klígjaði svo við lauknum að ég hélt að ég myndi kasta upp Sick

 

 

En hér er uppskriftin að tveggja kíló losunarkúr. Wizard TÖFRALAUKSSÚPA (SEYÐI) Fyrir einn fyrir helgi:

  1. Eitt kíló af blaðlauk þarf í súpuna. Laukarnir eru hreinasðir vel og allur sandur og mold skoluð af. Dökkgræni endinn er skorinn af að mestu þannig að eftir er allur hvíti hlutinn og svolítið af þeim ljósgræna.
  2. Laukarnir eru setti í stóran pott og vatni hellt yfir og látið þekja þá. Suðan er látin koma upp, hitinn lækkaður og látið malla loklaust í 20 til 30 mínútur. Vökvanum er hellt af og hann er geymdur. Laukarnir eru settir í skál.

Seyðið er drukkuð (upphitað eða við stofuhita eftir smekk) á tveggja til þriggja stunda fresti, einn bolli í einu.

Á máltíðum eða þegar hungrið sverfur að má borða laukana sjálf, 1/2 bolla í einu. Fáeinum dropum af jómfrúarolíu og sítrónusafa er ýrt yfir. Kryddað hótlega með salti og pipar. síðan má áldra niðurskorinni steinselju yfir.

Þetta verður næringin báða dagana fram að kvöldmat á sunnudag, en þá er leyfilegt að fá sér svolítinn bita af kjöti eða fiski (120 til 180 g - ekki losa þig strax við vigtina!) ásamt tvenns konar rænmeti, gufusoðnu með ögn af smjöri eða ólfuolíuog einum ávexti.

Úff... ég var komið með kvíðakast fyrir helginni í morgun. Búin að fá mér einn bolla af seiðinu og smá af lauknum til að fara ekki alveg með tóman maga út úr húsi. Setti seiði á flösku til að taka með mér þar sem ég vissi að ég yrði góðan tíma á þvælingi.

Ég stóð með flöskuna í hendi og fékk hnút í magann... fann að mér var að verða flökurt... já, nei var ekki tilbúin í þetta. Skildi flöskuna eftir heima og fór á kaffihús og fékk mér kaffi, rúnnstykkti með osti og marmelaði og eina pönnsu með sykri Happy Núna er við að tala saman ! Það rennur sko ekkert fransk blóð í mínum æðum! Thíhíhí LoL

p.s. það á víst að fara að gera bíómynd eftir þessari bók. Ein af uppáhaldleikonum mínum hún Hillary Swank ætlar sér þá mynd og aðalhlutverk skillst mér.

 

Franskar konur fitna ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gyða Björk Jónsdóttir

Þá vil ég nú heldur sitja uppi með skvapið

Gyða Björk Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Áslaug Kristinsdóttir

Alveg er ég viss um að þetta er mjög bragðgóð súpa, en ég væri ekki til í að missa svona allt í einu fituforða sem ég er búin að vera mörg ár að koma mér upp. Gott hjá þér að fara á kaffihús!

Áslaug Kristinsdóttir, 18.8.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband