25.8.2008 | 20:05
Góð kona kvödd
Laugardaginn 23.ágúst síðast liðinn kvaddi ég frábæra konu. Hún Hafdís Ólafsson tengdamóðir mín lést sunnudaginn 17.ágúst og var jörðuð á laugardaginn. Það er mikill söknuður í hjarta mínu núna og sérstaklega þar sem hún var nú ekki eldri en 66 ára. Þetta er enginn aldur til að kveðja þetta jarðríki. Svo að ég tali nú ekki um þegar að viðkomandi manneskja var svo lifandi og áhugasöm um svo margt. En svona er lífið. Þetta er það eina sem er öruggt í þessu lífi okkar... það sem fæðist, það deyr að lokum.
Hafdís K. Ólafsson
Ég fékk að kynnast Hafdísi í veikindum sínum. Hún bjó hjá okkur þegar að hún var í krabbameinsmeðferð hér fyrir sunnan. Það er tími sem var mér mjög dýrmætur, að fá að hafa hana hjá okkur og kynnast henni svona vel. Ég hef hana sem mína fyrirmynd í mörgu í framtíðinni, ekki spurning.
Blessuð sé minning frábærrar konu og yndislegrar tengdamóður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.