5.10.2008 | 10:52
Hættulegustu gatnamót landsins
Það er vitað mál að hættulegustu gatnamót landsins tengjast Kringlumýrarbrautinni. Það er aðallega þessi þar sem Kringlumýrarbrauti sker Miklubraut og svo aðeins norðar þar sem hún mætir Suðurlandsbraut og Laugavegi.
Ok, verum raunsæ. Hvaðan koma allir þessir bílar á Kringlumýrarbrautinni? Jú, frá Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði... þið vitið hvað ég meina.
Ef við bara bönnum Kópavogsbúum, Garðbæingum, Hafnfirðingum og öllum af Suðurnesjunum að koma til Reykjavíkur á meðan að þeir geta ekki höndlað gatnakerfið í Borg óttans! Er þetta ekki málið?
Athugasemdir
Iss. Við þurfum ekkert að vera að spá í þetta umferðaröngþveiti meira. Eftir 30 daga er bensínið búið þannig að þá er málið úr sögunni
Björgvin Kristinsson, 5.10.2008 kl. 18:10
Heyrðu! Marr bara móðgaður er maður alltíeinu orðin einhver dreifbýlisrotta?!
Inga (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:12
Nei nei Inga mín, kannski bara smá mús Nei, þú sleppur... þú stoppar í Kópavogi, þegar þú ferð frá Hafnarfirðinum og í vinnuna
Anna Viðarsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.