Jól í skókassa

Hvað er jól í skókassa? Kíktu á www.skokassar.net

Ef ykkur langar að láta gott af ykkur leiða, þá er hér ein leið til þess.

  1. Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. hægt er að nálgast skókasa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
  2. ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Merkið kassann með límmiða með viðeigandi með upplýsingum um aldursflokk viðtakanda og kyn ef það er þörf á því.
  3. Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
  4. Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.

Það er KFUM og KFUK sem heldur utan um þetta verkefni. Tekið er á móti kössum í húsi þeirra við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 til 17:00. Síðasti móttökudagur er laugardaginn 8.nóvember kl.11:00 til 16:00.

Þessir pakkar fara til barna í Ukraínu til barna á munaðarleysingjarheimilim, baranaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband