25.10.2008 | 23:16
Jól í skókassa
Hvað er jól í skókassa? Kíktu á www.skokassar.net
Ef ykkur langar að láta gott af ykkur leiða, þá er hér ein leið til þess.
- Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. hægt er að nálgast skókasa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
- ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (2-4), (5-9), (10-14) eða (15-18). Merkið kassann með límmiða með viðeigandi með upplýsingum um aldursflokk viðtakanda og kyn ef það er þörf á því.
- Setjið 300-500 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
- Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.
Það er KFUM og KFUK sem heldur utan um þetta verkefni. Tekið er á móti kössum í húsi þeirra við Holtaveg alla virka daga kl. 9:00 til 17:00. Síðasti móttökudagur er laugardaginn 8.nóvember kl.11:00 til 16:00.
Þessir pakkar fara til barna í Ukraínu til barna á munaðarleysingjarheimilim, baranaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.