Lélegur mánuður

Jæja, þá er flensukvefpestaoghvaðþaðnúheitir... mánuðurinn búinn. Sjaldan verið eins heilsulaus eins og þennan febrúarmánuð. Enda hefur það bitnað á allri atokru hjá mér. Núna er orkan komin aftur og maður til í hvað sem er... tjah, næstum því.

Núna er mín búin að fara á smá námskeið til að reyna að læra á myndavélina sem við skötuhjúin fengum okkur í vetur. Núna þarf ég að fara að æfa mig að taka myndir og læra almennilega á vélina. Það ætla ég að gera með því að á hverjum sunnudegi ætla ég að setja inn myndir sem ég hef tekið í liðinni viku.

...og þá kemur að ykkur. Nú vantar mig ykkar aðstoð til að fá innblástur. Ég ætla að fá ykkur aðstoð með að ákveða hvað verður þema hverrar viku. Ætli ég byrji ekki á því að hafa þemað fyrir fyrstu skip, bátar og höfnina. Ég er að fara á Kaffivagninn á morgun og þá ætla ég að taka nokkar myndir. Afraksturinn kemur svo á sunnudaginn og þá væri gaman að fá hugmynd að næsta þema frá einhverjum.

Hvernig lýsti ykkur á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg.  Það verður fylgst með þér hér á síðunni  Hugmyndir til hesta, plöntur, mosi, hraun, fuglar.

Steinunn (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband