Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2007 | 13:01
REYNIRINN - sá tilfinningnæmi
01.04-10.04 og 04.10-13.10
Ekki skyldu menn láta það blekkja sig að reynirinn virðist stundum mjög viðkvæmur. Hann er sterkur og þolinn og stendur sig vel í stormum lífsins. Þótt oftar sé hann með bros á vörum, fremur en með tár á kinn, þá er hann stöðugt hlaðinn djupum áhyggjum. Ekki er hann beint sjálfselskur, en þó er hann stöðugt að reyna að komast inn á sem flest áhrifasvið. Hann elskar lífið, ólgu þess og flækjur. Í ástum er hann ákafur og tilfinninganæmur. Oft finnur hann þó ekki það sem hann leitar og er stöðugt að finna sér nýja eða nýjan. Vanalega slítur reynirinnn sambandinu. Hann er mjög næmur og gæti séð margt ókomið fyrir, ef hann aðeins vildi trúa því sjálfur.
Hmm... hér veit ég um einhverja, en kannast ekki beint við þessa lýsingu á þeim. Pabbi minn (sama og eina kærasta og eiginkonan í rúm 55ár) Agla Marta hans Magga Viðars og Edda Sigga vinkona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 11:36
FÍKJUTRÉÐ - viðkvæmnin í fyrirrúmi
14.06-23.06 og 12.12.-21.12
Þetta er sterkur og sjálfráður persónuleiki, sem öllum geðjast ekki að. Þetta fólk er sj´lafstætt í skoðunum og er ekki vel við nein mótmæli. Það elskar lífið. Best líður því í hóp fólks sem dáist að því. Þeim líkar sérlega vel við börn og dýr. Í ástum er það ginnkeypt fyrir hóli. Það vledur því mörgum áhyggjum og vandkvæðum. Það hefur gott skipskyn og á til að gefa sig á vald munaðarlífið og leti. Samt á það til raunsai og veit hvað það vill og ætlar að keppa að. Það er nær alltaf alveg ákaflega hagsýnt. Þann sem eyðir lífinu hjá fíkjutrénu mun aldrei þurfa að iðra þess.
Jæja, hér man ég eftir nokkrum. Systir hún Lilja, Gísli yfirmaður minn, Ásta Þóra vinkona. svo má nú ekki gleyma afmælisbarni dagsins honum Ísari Guðna. Hann er fimmtugur í dag 15.des.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ... GAMLI!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 16:51
Þetta er rosalegt
Ef þið hafið verið að fylgjast með fréttunum í gær (miðvikudag) þá var verið að tala um atvik á JFK flugvelli. Ung kona sem lenti heldur betur i óþægilegri lífsreynslu. Ef ykkur langar að lesa bloggið hennar þar sem hún lýsir þessu þá getið þið smellt á linkinn hér að neðan
http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/
Kveðja,
Anna sem annars NY
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2007 | 16:44
Nútímakona
Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.
Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.
Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 16:34
HESLIHNOTIN - sú sérstaka
22.03-31.03 og 24.09-03.10
Hún gerir fólki fremur hissa en að hún hafi áhrif á það og samt hefur hún sín áhrif á umhverfið sitt. Nægjusemi hennar og persónutöfrar hjálpa henni til að ná settu marki. Hún á gott með að fá fólk á sitt band. Vegna ástar á fólki almennt er hún vel metin. Enda er hún oft í baráttu út á við, sem er meira fyrir heildina en hana sjálfa. Í ástum er hún duttlungafull, en heiðarleg og umburðarlynd. Helst einkenn hana gáfur, næmni og skörp dómgreind. Líf heslihnotarinnar er oft óvenjulegt. Heilsa hennar er ekki sem traustust.
Núna er bara ein sem ég man eftir hér á þessum dagsetningum. Það er hún Steinunn mín, vinnufélagi og vinkona. Svei mér þá ef að ég sé ekki karaktereinkenni hennar í sumum lýsingum hér að ofan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 16:02
EIKIN - styrkurinn í eigin persónu
21.03
Kona sem er fædd undir eikinni þarf í rauninni ekki á eiginmanni að halda. Ef um hjónaband er að ræða verður hún alltaf sterkari aðilinn. Auk styrkleikans og þolsins er hugrekki helsta einkenni hennar. Hún mætir hverjum vanda eins og hetja. Hún er umburðarlynd og sjálfstæð. Oft verður hún ástfangin snemma og telur sig þá hafa fundið hina stóru ást lífs síns. En þegar á ævina líður velur hún sér fremur félaga af skynsemisástæðum. Festa hennar hefur ekki mætur á breytingum. Hún stendur með báða fætur fast á jörðinni og heldur sér við staðreyndir. Yfirleitt nýtur hún prýðis heilsu. Það eina sem getur skelft hana er að sjá blóð.
Ég man bara ekki eftir neinum sem á afmæi 21.mars
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 15:58
Ný lína í jólatrjám
Það breyttist hjá okkur stíllinn í skreytingum hér í Garðheimum, eftir að vínbúiðin kom undir sama þa. Svona tré eins og þetta er "tekið niður" um áramótin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 17:27
LINDIN - efahyggjumaðurinn
11.03-20.03 og 13.09-22.09
Því eldri sem hún verður, því meiri viðringar nýtur hún meðal vina og vandamanna. Með mestu ró tekur hún því sem lífið lætur að höndum bera. Fyrirhöfn og barátta eru eitur í hennar beinum, því hún vill hafa það sem þægilegast. Hún er mjúklát og eftirgefanleg. Hana dreymir um líf í góðum efnum og um takmark sem hún aldrei nær. Lífið verður henni ekki auðvelt, því lindin er góð við alla og fórnfús við þá sem henni standa næstir. Gáfur hennar eru mjög fjölhliða. Þó fá hæfilekar hennar ekki að njóta sín, þar sem hún er of fljót að missa móðinn. Margar lindir verða um of háðar öðrum. Í ástum er það því miður sjaldgæft að þær finni hamingjuna.
Aðvörun: Lindin er hræðilega afbrýðisöm!
Hér man ég eftir Dittu mágkonu, tengdamömmu, Helga bróðir, Anton, Önnu frænku og svo Guðrún Björk vinkona.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 12:17
Skot í fótinn
Ég held að hann Villi Vill, fyrrverandi borgarstjóri hafi nú heldur betur skotið sig í fótinn á samkomu um daginn. Hann var að halda ræðu út í Viðey eða einhvers staðar þar sem var saman komið fjöldi manns. Miðað við "brandarann" þá reikna ég með að hann hafi verið innan um hestafólk. En brandarinn er eitthvað á þessa leið :
Munurinn á konum og hestum er sá að hross hafa fimm ganga (eða er það sex?) og konur bara tvo; frekjugang og yfirgang!
Þetta féll víst ekki vel hópinn og fólk var hálf hvumsa við þessu. Maður áttar sig nú ekki alveg á þessari hugdettu hjá honum. Þetta er svo vitlaust að maður nær því ekki einu sinni að móðgast... hahahaha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 16:26
Börn eru yndisleg
Það er alveg ógrynni af sögum af börnum sem eru að taka rangt eftir, misheyra og misskilja það sem sagt er. Enda ekki nema von, þau eru gjörsamlega að læra tungumálið bara með því að hlusta á fullorðna fólkið. Björgvin frændi (skúmur) er duglegur að segja frá skemmtilegum atriðum frá sínum strák. Enda er sá strákur alveg sérstaklega skemmtilegur.
Hér eru nokkrar sögur sem ég hef fengið á tölvupósti frá hinum og þessum :
Frænka mín er að vinna í leikskóla og er að tala við eina litla dömu og spyr hana hvað hún vilji vera þegar hún verður stór. Stelpan svaraði= að hún vildi vera lögreglukona. Frænka mín = afhverju lögreglukona Stelpan svarar = því þær eru svo KUNTUMIKLAR (kunna svo mikið).
Vinfólk mitt bjó í Vesturbænum. Það bankar upp á lítil stúlka sem var að hjálpa stóru systkinum sínum að selja klósettpappír fyrir KR og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þetta var þó aðeins of flókið fyrir litla 6 ára stúlku. Hún gekk hús úr húsi og spurði: "Viltu kaupa klósettpappír til styrktar vangefnum KR-ingum!
Svo þegar ég var lítill var verið að fara skíra frænda minn við vorum mætt eitthvað tímalega og sátum út í bíl að bíða ... ég orðinn frekar pirruð og hreitti útúr mér MAMMA hvenar á að kirkja Gunnar
ÞESSI ER BESTUR : Frændi minn átti einu sinni að koma barninu sínu í rúmið, því mamman var á fundi. Eitthvað dróst háttatíminn og allt í einu rankar hann við sér og segir við barnið: "Þú átt að vera farinn að sofa fyrir lifandis löngu" og drífur sig að hátta barnið og koma því í bólið. Skömmu seinna kom mamman heim og kíkir inn í herbergi og finnur barnið þar hálfvolandi. Þegar hún spurði hvað væri að, var svarið: "Pabbi sagði að ég ætti að sofa hjá lifandi slöngu."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)