Færsluflokkur: Bloggar

KASTANÍAN - heiðarleikinn uppmálaður

15.05-24.05 og 12.11-21.11

Kastanían er hreint óvenjulega fögur, þótt það sjáist oft ekki fyrr en nærri henni er komið. Hún kærir sig ekkert um að komast í náðina hjá öðrum og vill ekki hafa áhrif á neinn. Hún hefur óvenju sterka réttlætistilfinningu. Oft bregst hun við hlutunum af fjöri og áhuga, en dregur sig líka oft inn í skel sína. Í margmenni er hún auðsærð og viðkvæm, sem stafar af skorti hennar á sjálfstrausti. Af sömu ástæðu virðist hún líka oft mjög ánægð með sig, þótt ástæðan sé að hið innra er hún þrautpínd. Ekki er kastanían flókin persóna í ástum. Hún elskar aðeins einu sinni. Henni gengur oft illa að finna sér þann rétta eða þá réttu, því hún er að leita að félaga til lífstíðar.

Hér tel ég upp Alla, Anna Marý vinkona og svo hún Inga mín.


Megrunarlyfið Alli

Nú halda kannski einhverjir að ég sé að tala um einn ákveðinn mann. En nei... þetta er mjög skondið. Sá inn á visir.is frétt frá Bretlandi um þetta megrunarlyf sem heitir þessu skemmtilega nafni Alli

alli

Þið getið lesið um þessa frétt hér.


VALHNOTAN - ástríðurnar ráða

21.04-30.04 og 24.10-11.11

Valhnotin er mjög ósveigjanleg. Hún er óvenjulegrar gerðar og full af andstæðum. Á hinn bóginn er hún göfug og stórlynd og alltaf er hinn andlegi sjóndeildarhringur stór og víður. Viðbrögð hennar eru með óvæntum brag og alltaf umsvifalaus. Metnaðargirnin er takmarkalaus. Þetta er erfiður lífsförunautur, þar sem aðlögunarhæfileikinn er lítill. Ekki elska hana allir, en þess oftar er hún dáð og nýtur mikils áhrifavalds. Sé hún hátt sett, reynist hún mikill skipuleggjandi. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja hvað þeir sem hún telur sé óæðri segja um hana. Í ástum er hún mjög afbrýðisöm. En ástríður hennar gera hana að makalausum elskuga. Hún getur endalaust komið á óvart.

Jahá... hér man ég bara eftir tveimur. Fyrrum vinnufélaga Gunna Th og svo Eiríki í garðyrkjudeildinni. Er ekki alveg að sjá þessa lýsingu passa við þá. En hvað veit ég? Shocking

Já, og svo Styrmir töffari, ég vissi að ég væri að gleyma einhverjum. Karlinn verður þrítugur á árinu, ef ég man rétt. Hann er pabbi hennar Júlíu minnar og litlu systur hennar Lísu Maríu.


Börn eru yndisleg

Ég á eina litla frænku, Júlía bráðum sex ára, sem er svo yndisleg. Hún er líka á þeim aldri sem er svo skemmtilegur. Þau eru að uppgötva svo margt og eru þvílíkir heimsspekingar.  Langar að koma með smá sögu sem gerðist að kvöldi Jóladags, þar sem hún sat með ömmu sinni og lásu saman bók um lítinn ísbjarnarhún og mömmu hans.

Sá litli var voða spenntur að stækka og vildi gera allt eins og mamman, t.d. verða sterkur og stór, synda og hlaupa hratt. Amman sagði eftir lesturinn að maður þyrfti að æfa sig og að maður væri alltaf að læra – alla tíð, og þá svaraði Júlía: „Og svo þegar maður verður gamall þá gleymir maður öllu...“

 

Hahahaha! Það er svo mikið til í þessu.


Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár öll. Vona að þið komið vel undan árámótunum. Ég hélt mig bara heima fyrir og nær alveg innandyra. Það glymur svo skelfilega hér í götunni allir hvellir og læti. Enda engin há tré sem að draga úr eins og í Goðheimunum. En ég tók nokkrar myndir út um gluggan hjá mér. Þær eru flestar mjög lélegar þar sem það var það mikið rok að þær urðu svo óspennandi á mynd.

PC310260 PC310271

Gleðilegt ár!


Siglójól

Jæja, þá er maður kominn "til byggða" og allt að farin í daglega rútínu. Það var mjög friðsælt og rólegt á Sigló. Ótrúlegt en satt, þá var meiri snjór í Reykjavík en á vetrarparadísinni Siglufirði. Læt fylgja með þjár myndir sem ég tók á Jólanótt.

PC240211 PC240212 PC240210


Jólafrí

Mig langar að senda ykkur bestu óskir um gleðileg jól.

Verð ekki í netsambandi fyrr en annan í jólum. Hafið þið það sem allra best um hátíðirnar.

 

Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár!

 

Kissing Wizard W00t


Pínu skondið

PC190176

Fékk í pósti þetta fína kort frá Húsasmiðjunni. Voða almennilegir þar sem að þeir eru að óska mér til hamingju með nýja húsnæðið og bjóða mér að koma og versla hjá þeim með 10% afslætti. Fékk þar til gert kort með sem ég þarf þá að nota.

En það sem mér finnst skondið við þetta er að ég flutti fyrir einum og hálfum mánuði síðan og um leið lét breyta lögheimili mínu. Fæ þetta samt sent á gamla heimilisfangið. Ekki það að það skipti neinu máli, en svona pínu skonið að um leið og manni er óskað til hamingju með nýja húsnæðið að þá er kveðjan send á gamla... skiljiði? Shocking


HLYNURINN - fer sínar eigin leiðir

11.04-20.04 og 14.10-23.10

Hlynurinn er ekki af venjulega taginu. Þótt hann í aðra röndina sé hikandi og feiminn, á ræður hann yfir feikna miklu stolti, metnaði og sjálfsáliti og óslökkvandi þrá eftir nýrri reynslu. Hann er hæðinn og oft sjálfselskur og vill gjarnan að um hann sé talað. Hann er ginnkeyptur fyrir smjaðri. Hann er almennt séð ekki heilsuhraustur og taugarnar þola ekki mjög mikið álag. Sálarflækjurnar eru talsvert margar, en mjög vel greindur er hann og hefur frábært minni. ástarmál hlynsins eru mjög flókin. Hann er ekki ánægður nema hann heilli hann eða hana upp úr skónum og geti látið allt ganga eftir eigin höfði.

Hér get ég talið upp : Kjartan bróðir, Reynir hennar Hönnu Birnu, Kristín Fjóla vinkona, Magdalena mágkona og Ólöf yfirhrekkjusvín með meiru. Réttast væri að skrifa nafnið hennar svona... Devillöf. Hehehehe... og á móti ætti mitt auðvitað að vera skrifað svona... Halonna.


Jólahjólahvað?

Þetta er nú meira jólaveðrið eða hitt þó heldur. Núna í þessum skrifuðu orðum gæti ég léttilega farið inn í bílskúr og sótt mótorhjólið mitt og farið á rúntinn. Ekki kannski alveg það sem maður hefur í huga í desember svona rétt fyrir jólin, en það gæti alveg verið smá...

hjolasveinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband