Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2007 | 21:53
Erfið orð yfir fælni.
Við erum víst ansi mörg sem eigum við einhverskonar dislexíu að stríða. Sem betur fer er ég með mína nettu lesblindu ekki enskumælandi. Ég sá lista yfir nokkur orð yfir fælni. Ég get ekki með góðu móti lesið þessi orð sem til eru yfir alls konar fælni.
- Euphobia - Hræðsla við að heyra góðar fréttir.
- Venustraphobía - Hræðsla við fallegar konur.
- Mycophobia - Hræðsla við sveppi.
- Selaphobia - Hræðsla við vasaljós.
- Ablutophobia - Hræðsla við að þrífa sig eða fara í bað.
- Sinistrophobia - Hræðsla við örvhenta.
- Oneiraphobia - Hræðasla við dauma.
- Antrhophobia eða Anthophabia - Hræðsla við blóm
- Nomatophobia - Hræðsla við nöfn.
- Genophobia - Hræðsla við kynlíf.
- Alekorophobia - Hræðsla við kjúklinga.
- Mnemophobia - Hræðsla við minningar.
- Koinoniphobia - Hræðsla við herbergi.
- Hippopotomonstrosesquippedaliophobia - Hræðsla við löng orð.
- Phobophobia - Hræðsla við hræðslu.
Maður kannast við köngulóafælni, víðáttufælni, innilokunarkennd, myrkfælni og hræðslu við snáka. Þar er ég reyndar í þeim hópi. En þessi upptalning hér að ofan er alveg ótrúleg. Ég ætla að vona að þetta eru vonandi undantekningartilfelli. Það er ótrúlegt hvað sumir þurfa að kljást við. Mér finnst snákafælnin alveg nógu fáránleg. Gleymi aldrei Indian Jones myndinni þegar að hann var í grafhýsiniu innan um alla snákana og slöngurnar.... "hrollur"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 21:35
Búin að plana sumarfríið?
Hér eru nokkrar hugmyndir ef þið eruð í vandræðum.
fara á ströndina taka smá klettaklifur
skella sér í verslunarferð siglingu með börnum... og gæludýrum
...eða byrja af alvöru í nýja eplakúrnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.5.2007 | 15:03
Gamall og góður
Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla.
Hún segir: "Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa". Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný.
Nokkru seinna segir konan: "Svo varstu vanur að kyssa mig". Svolítið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina á konu sinni sneri svo bakinu í hana og reynda enn á ný að sofna.
Mínútu seinna segir hún: "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..." Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og gengur fram. "Hvert ertu að fara?" spyr hún.
"AÐ NÁ Í TENNURNAR!!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 14:23
Góðar hugmyndir
Ég hef víst nefnt það áður hvað ég hef gaman af góðum hugmyndum. Hér er t.d. rafhlöðuframleiðandi að auglýsa vöru sína. Skemmtileg hugmynd hér á ferð. Það er eins og bílarnir gangi fyrir rafhlöðum, hahaha...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 15:48
Vinsælt blogg
Hún Ellý Ármanns sem starfar sem þula hjá Rúv, er með eitt vinsælasta bloggið á íslandi. Það eru þúsundir sem heimsækja hana daglega. Hún er með stuttar frásagnir sem eiga að vera samtöl hennar við vinkonur hennar. Allt tilbúningur en ein sagan hennar gerði það að verkum að ein samstarfskona mín varð fyrir smá stríðni og áreitni. Þetta var reyndar um leið umdeild auglýsing fyrir Garðheima. En þetta skrifaði hún :
"Það er hrikalegt að sjá þig svona. Hvernig get ég hjálpað þér?" spurði ég frumlegu vinkonu mína sem hefur þor til að takast á við flestar aðstæður.
"Þú getur byrjað á að hjálpa mér úr þessu kjánalega plastdrasli," kjökraði hún hvekkt og öskraði: "Ég hata þetta Ellý! Það er ekki nóg að hann vilji að ég leiki heimska hjúkku, fullnægi honum á hverju einasta kvöldi, heldur er bakið á honum útatað í viðbjóðslegum stórum graftarkýlum," útskýrði þessi glaðlynda gæfusama fjölskyldukona sem tók nýverið við blómaskreytingadeildinni í Garðheimum.
"En af hverju hjúkkubúningur?" spurði ég forvitin vitandi að hún hefur alls ekkert á móti einhæfni í kynlífinu.
"Sprauturnar!" svaraði hún og snýtti sér. "Svo er ekkert annað sem virðist æsa hann upp."
"Vá. Þið eruð ekki í lagi," sagði ég undrandi og spurði hvenær hrausti þakkláti fáláti maðurinn sem hún hafði verið gift í bráðum ellefu ár hætti að fá fullnægingu við það eitt að kyssa hana.
"Ég veit það en ég hef alltaf hjálpað honum að sprauta sterunum í rasskinnarnar þegar krakkarnir eru sofnaðir. Svo er mótið í byrjun júní," útskýrði hún en sagðist þrátt fyrir erfitt en fjörugt nautnalíf undanfarnar vikur ætla að leggja sig betur fram við að blómstra, læra og þroskast af því sem aðrar konur myndu álíta mistök...
Ef þið viljið lesa meira hjá Ellý þá er slóðin hennar : www.ellyarmanns.blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 10:25
X - kjósa
Jæja, allir að fara að kjósa á morgun. Það er skylda. Þó svo að þið viljið ekki kjósa neitt, þá á samt að mæta bara til að skila auðu. Það eru líka kosningar út af fyrir sig. Alla vega skilaboð. En ef að þú veist ekki hvaða flokk þú átt að kjósa þá langar mig að benda ykkur á þennan link
Þetta eru reyndar frekar fáar spurningar sem þú þarft að fara í gegnum um. En kannski aðeins betra en að velja ugla-sat-á-kvisti... inn í kjörklefanum.
Ég prufaði að svara þessu prófi og ég fékk út að ég á að velja X-S
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 11:08
Ég gat auðveldlega lesið þetta!
Only great minds can read this
This is weird, but interesting!
fi yuo cna raed tihs, yuo hvae a sgtrane mnid too
Cna yuo raed tihs? Olny 55 plepoe out of 100 can.
i cdnuolt blveiee taht I cluod aulaclty uesdnatnrd waht I was rdanieg. The phaonmneal pweor of the hmuan mnid, aoccdrnig to a rscheearch at Cmabrigde Uinervtisy, it dseno't mtaetr in waht oerdr the ltteres in a wrod are, the olny iproamtnt tihng is taht the frsit and lsat ltteer be in the rghit pclae. The rset can be a taotl mses and you can sitll raed it whotuit a pboerlm. Tihs is bcuseae the huamn mnid deos not raed ervey lteter by istlef, but the wrod as a wlohe. Azanmig huh? yaeh and I awlyas tghuhot slpeling was ipmorantt! if you can raed tihs forwrad it
FORWARD ONLY IF YOU CAN READ IT.
Fékk þetta í tölvupósti. Það var ótrúlega auðvelt að lesa þetta. Kannski hjálpar það að vera ögn bleslindur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 22:14
Dálítið góður punktur, fyrir pólitíkina!
Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: "Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þin skulum við kalla Framtíðina."
"Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman" Þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergið hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skrárgatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. að lokum gafst Nonni litli up og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn: "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á".
"Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því" Þá segir Nonni litli "Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít... "
Bloggar | Breytt 10.5.2007 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 16:58
Vonandi er af sem áður var
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 22:15
Línur mótorhjólsins síga aldrei
- Mótorhjól lendast lengur
- Mótorhjól verða ekki ólétt
- Þú getur farið á mótorhjólið hvenær sem er mánaðarins
- Mótorhjól eiga ekki foreldra
- Mótorhjól væla ekki nema eitthvað sé virkilega að
- Þú getur deilt mótorhjólinu þínu með vinum þínum
- Ef mótorhjólið þitt reykir getur þú gert eitthvað í því
- Mótorhjólum er alveg sama um hversu mörg hjól þú átt
- Mótorhjólum er sama um hversu mörg hjól þú átt
- Mótorhjólum er sama um það að þú horfið á önnur mótorhjól og kaupir mótorhjólablöð
- Ef dekkið linast á mótorhjólinu þínu getur þú lagað það
- Ef mótorhjólið þitt er of laust getur þú hert upp á því
- Ef mótorhjólið þitt er of mjúkt getur þú fengið þér nýja dempara
- Þú getur átt svart mótorhjól og sýnt foreldrum þínum það
- Þú þarft ekki að vera öfundssjúkur út í gæjann sem vinnur að hjólinu þínu
- Þú þarft ekki að sannfæra mótorhjólið þitt um að þú sért mótorhjólamaður og finnist mótorhjól vera jafningjar.
- Ef þú segir eitthvað slæmt við mótorhjólið þitt þarftu ekki að biðjast afsökunar áður en þú ferð á það aftur.
- Þú getur verið á mótorhjólinu þínu eins lengi og þú vilt og það verður ekki aumt
- Foreldrar þínir halda ekki sambandi við gömlu hjólin þín
- Mótorhjól eru alltaf til í að fara út að hjóla
- Mótorhjól móðga þig ekki ef þú ert lélegur hjólari
- Mótorhjólið þitt vill aldrei fara bara út með öðrum mótorhjólum
- Mótorhjólum er sama þó þú komir seint
- Þú þarf ekki að fara í sturtu áður en þú ferð á hjólið
- Það er allt í lagi að strappa hjólið niður
- Ef hjólið þitt lítur ekki nógu vel út, getur þú alltaf málað það og fengið nýja hluti á það
- Þú færð ekki sjúkdóma frá mótorhjóli sem þú þekki ekki vel
- Mótorhjólið þitt er alltaf til í að hjóla á almanna færi
- Þú getur sýnt öllum vinum þínum hjólið þitt án þess að það kvarti yfir því
- Þú getur fengið að prufa hjól félaga þinna ef þú vilt
- Fólk talar ekki illa um þig þó þú sjáist á sitt hvoru hjólinu, helgi eftir helgi.
- Fólk talar ekki illa um þig fyrir að eiga eða hafa átt mörg hjól
- Ef þér líkar ekki lengur vel við hjólið þitt er ekkert vesen að losna við það og fá sér nýtt!
Jæja... hvort finnst ykkur líklegra að þessi texti er eftir karl eða konu? Ha ha ha
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)