Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2007 | 19:01
1.maí
Það er fastur punktur hjá Sniglunum að fara í hópkeyrslu 1.maí. Þessi dagur er yfirleitt mjög vel sóttur af hjólafólki. Ég slóst í för með þeim í dag. Líklega hafa verið um fimm til sexhundruð hjól í þessari keyrslu. Gaman að vera með í þessu. Það var kannski heldur mikið rokið. Ferðin hófst við Perluna og gerði ég heiðarlega tilraun til að festa hópinn á mynd, en það gekk ekki alveg nógu vel. Hópurinn var þéttastur lengst frá Perlunni, þar sem fyrstu menn og konur voru búin að setja sig í startstöður.
Bara að láta ykkur vita að þetta voru 670 hjól sem fóru frá Perlunni í hópaksturinn. Það er víst Íslandsmet www.sniglar.is
Bloggar | Breytt 3.5.2007 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 16:34
Þekki þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?
Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgot pirrandi.
Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.
Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturnar upp í loft í sófanum og borðar hann.
Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu kartöflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápunum.
Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara.
Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip.
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!
Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 15:40
Sælgæti frá ókunnugum mönnum!
Ég man þegar að ég var ung. Þá voru pabbi og mamma alltaf að ítreka það við mig að þiggja ekki sælgæti frá ókunnugum mönnum. Ég held að þetta sé einn af þeim sem þau voru að vara mig mig!
Ef þið smellið á myndina þá fáið þið aðeins stærri og skýrari mynd og skiljið kannski hvað ég er að tala um. Hahaha!
Bloggar | Breytt 3.5.2007 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 15:41
"Gömul/nýmóðir"
65 ára gömul kona eignaðist dreng á fæðingardeildinni. Hún fékk að fara heim fljótlega og þegar ættingjarnir komu í heimsókn vildu þeir náttúrulega sjá barnið.
"Getum við séð barnið?" spurði systur konunnar. "Ekki strax" sagði móðirin. "Ég skal laga kaffi og útbúa eitthvað með því fyrst".
Hálftíma seinna spurði annar ættingi "Getum við fengið að sjá barnið núna?"
"Ekki strax" sagði móðirin.
Eftir nokkrar mínútur spurðu ættingjarnir aftur "Getum við séð barnið núna?"
"Nei, nei, ekki strax" svarði móðirin.
Ættingjarnir voru orðnir verulega óþolimóðir og spurðu aftur "Jæja, hvenær fáum við að sjá barnið?"
"ÞEGAR HANN GRÆTUR" hastaði hún pirruð
"ÞEGAR HANN GRÆTUR? Af hverju þurfum við að bíða þangað til hann grætur???"
"ÚT AF ÞVÍ... ÉG GLEYMDI HVAR ÉG SETTI HANN!!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2007 | 11:53
Gömul reiðhjól - leiðrétting!
Ég setti inn blogg þann 12.apríl um notuð reiðhjól sem ætti að gefa nýtt líf. Ég var að komast að því að það var ekki rétt netfang á auglýsingunni. Kem réttu netfangi hér með á framfæri :
Það eru sem sagt ræbbblarnir hjá gmail.com sem ætla að taka við póstinum frá ykkur. Einkennilegt nafn, verð ég að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 18:41
Hjónabandsráðgjafinn
Það voru hjón sem voru búin að vera gift í 50 ár. Öll þau 50 ár sem þau höfðu verið gift, var ekki sá dagur þar sem þau rifust ekki eins og hundur og köttur. Það var nú samt það merkilega við það, að þrátt fyrir þetta sífelda rifrildi þeirra á milli, tókst þeim að ná gullbrúðkaupsafmæli.
Börn þeirra sem voru öll uppkomin og búin að stofna fjölskyldur, voru orðin lang þreytt á þessum þrætum í þeim gömlu. Ákváðu að núna væri komið nóg. Pöntuðu tíma hjá hjónabandsráðgjafa og sögðu þeim að þetta væri þeirra brúðkaupsafmælisgjöf til foreldranna í von um að þau hættu þessu eilífa rifrildi.
Fyrst í stað þá þrættu þau við afkvæmin en létu loks undan og skelltu sér til ráðgjafans. Á leiðinni þá gátu þau nýtt tímann vel og rifst um allt og ekkert í bílnum. Enda í góðri æfingu. Þau voru varla sest hjá ráðgjafanum þegar að þau voru aftur farin að rífast og töluðu hvort i kapp við annað. Hjónabandsráðgjafinn sat angdofa og horfði á þau. Gerði margar vonlausar tilraunir til að komast að, án árangus. Loksins stóð hann upp, gekk að konunni, beygði sig niður og rak henni langan blautann rembingskoss.
Karlinn snarþagði og trúði ekki sínum eign augum. Horfði gapandi á hjónabandsráðgjafnn og konuna sína og aldrei þessu vant, var hann gjörsamlega orðlaus. Konan virtist ekki hafa neitt á móti þessari óvæntu árás og var eins og bráðið smjör í stólnum.
Loksins þegar að þessum kossi lauk, þá reisti ráðgjafinn sig upp og sagði við eiginmanninn: "Ég sé alveg hvar rótin liggur í þessu hjá ykkur. Þetta er það sem konan þín þarf og EKKI SJALDNAR EN ÞRISVAR Í VIKU! Þú sýnir henni greinilega enga athygli og hún sem kona þar auðvitað af fá atlot og ástúð".
"Jáhá!" Stundi karlinn upp. "Ja hérna hér. Nú... ég verð þá bara að mæta með hana hingað mánudaga, miðvikudaga og föstudaga"
Bloggar | Breytt 25.4.2007 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 12:10
Ný aðferð
Ég hef loksins fundið réttu aðferðina við að vigta mig!
Ég skil ekki hvernig ég gat gert þetta vitlaust öll þessi ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 11:50
Öðruvísi orðatiltæki!
- Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
- Betri eru læti en ranglæti
- Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
- Enginn verur óbarinn boxari.
- Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur
- Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
- Blindur er sjónlaus maður.
- Oft fýkur í menn sem gera veður út af öllu.
- Greidd skuld, glatað fé.
- Stundum fellur víxillinn langt frá gjalddaga.
- Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
- Minkar eru bestu skinn
- Sjaldan veldur einn þá tveir deila, nema deilt sé með tveimur.
- Víða er þvottur brotinn.
- Ekki er jakki frakki nema síður sé.
Bloggar | Breytt 3.5.2007 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2007 | 16:44
Pravda
Hljómsveitin Sviðin Jörð, leikur fyrir dansi á Pravda í kvöld.
Logandi heitur kebab og orkudrykkurinn BURN fylgir hverjum miða!
Eldheit stemmning!
ææ... þetta var ódýrt, ég veit það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 16:28
Það er vor...
Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.
Helgin fyrir stafni - búin að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín,
hvergi ský á himni.
Búin að panta súpu og brauð
og búin að borga allar mína skuldir,
svo sem engin ósköp sem
ég á af skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum,
Því að þetta er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)