29.1.2007 | 19:17
Lifa lífinu lifandi
Það er alveg á hreinu að ef mér helst aldur og heilsa til, þá ætla ég að lifa lífinu lifandi fram á rauðan dauðann. Ég ætla ekki að setjast með hendur í skauti og bíða eftir að eitthvað gerist. Heldur ætla ég að taka þátt í lífinu. Þessi mynd hér til hliðar minnir mig heldur betur á það. Sjáið þið mig ekki fyrir ykkur? Gamla gráhærða í rauðum leðurjakka, brunandi á mótorhjólinu mínu? Hahaha... Vá! hvað það verður gaman.
Eru þið með?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.