já... nei... !

Hafið þið áttað ykkur á því að það er hægt að svara spurningu bæði játandi og neitandi í einu? Það er sennilega séríslenskt. Við gerum þetta oft, að svara spurningu með : "já... neei..."  Þá erum við búin að mýkja neitunina. En ég og nokkrir ferðafélagar mínir tókum okkur til og fórum að safna að okkur svona skemmtilegum andstæðum. Hér er listinn yfir það sem við grófum upp:

  • já... nei... 
  • djúpur grunnur (húsgrunnur)
  • stærra minni (um tölvur)
  • blaut þurrkur (rakir klútar)
  • að fara að koma (oft notað í spurningu þegar að verið að bíða eftir einhverjum: ertu ekki að fara að koma?)

Listinn er eitthvað aðeins lengri. Man ekki fleiri atriði í augnablikinu. Pinch Þarf sennilega stærra minni...

  • svart hvítt (sjónvarp)
  • súr sæt (sósa/matur)
  • Nýja gamla (Oddný verður fertug í sumar) Grin
  • eldar Ísar (kann Ísar Guðni að elda?)
  • afar ömmulegir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbót við andstæð orð:

afar ömmulegir (skrítnir afar?)
Eldar Ísar? (jú, Ísar kann að elda)
hreinn skítur (ok, viðurkenni að þessi er dapur)

Kveðja, Helgi bró

Helgi Viðarsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:42

2 identicon

Sko..... mér dettur nú bara ekkert í hug. En það er nú ekkert nýtt

Oddný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband