Af litlum gullfiski...

Kannski fyrst að ég var byrjuð að tala um þessar eðalvinkonur mína Erlu og Öldu að ég haldi því ögn áfram. Þær eru margar sögurnar sem ég get sagt um þær tvær, en við ritskoðun þá eru sumar ekki prenthæfar. En nú langar mig að segja frá einu sem fáir vita. En allt vegna uppátækis þessara tveggja prakkara þá varð til heild deild í Garðheimum!

Það var að áliðnum slætti 1999 sem þetta allt byrjaði. Nánar tiltekið 24.ágúst 1999. En þá ákváðu þessar elskur að gera eitthvað fyrir mig í tilefni afmælis míns. Ég var auðvitað búin að baka tertu fyrir afmælið mitt, enda ekki annað hægt. Hafði fengið skilaboð á hverjum degi í 8 daga á undan afmæli mínu, minnismiða sem minntu mig á hvað það væru margir dagar til afmælis míns og nett áminning um að það væri ætlast til þess að afmælisbarnið kæmir með eitthvað gott með kaffinu.

Í hádeginu þennan afmælisdag fór þær tvær niður í Mjódd. Nánar tiltekið í gældudýraverslun. Fundu þennan fallega gullfisk handa mér. Fengu hann í plastapoka með sér og mættu upp í vinnu. Stóðu fyrir framan mig með púkasvip Devil Devil og hendur fyrir aftan bak. Ég vissi að það var ekki von á góðu og fann hvernig stressið byrjaði að hellast yfir mig. Þarna stóðu þær að mér fannst óendalega lengi áður en þær skelltu fram pokanum með appelsínugula gullfiskinum fram og sögðu í kór : Til hamingju með afmælið!

Ég glápti á gullfiskinn, tók við pokanum eins og í leiðslu og spurði eins og fífl. Hvað á ég að gera við þetta. Þær sögðu það ekki vera sitt mál. Ég ætti hann og hann væri minn og mín ábyrgð.

Þetta er það sem ég kalla bjarnargjöf.  Ég hafði ekkert vit á gullfiskum og ekki nokkurn áhuga á þeim. Ég fór á algjöra flækju og varð alveg ráðþrota. Sótti skál eða eitthvað fat og gellti honum varlega í ílátið. Spurði svo stelpurnar hvað ég ætti að fóðra hann með og þær svöruðu mér að ég yrði bara að tala við þau í gæludýraverslunni. Ekki kunnu þær á gullfiska, enda átti ég hann ekki þær.

Þá kom í ljós að Anton vinnufélagi minn vissi heilmikið um þetta. Hann kom eins og engill sendur til mín og sagði mér hvað ég ætti að gera ef ég ætlaði að halda honum. Ég hugsaði mig aðeins um og sagði svo við Gísla yfirmann minn að mig hafi alltaf langað í rakatæki inn á skrifstofu, hvort að ég mætti ekki kaupa nett fiskabúr. Ég væri komin með íbúa. Jú, það var auðsótt mál og fór Anton í málið fyrir mig, sem betur fer ég segi nú ekki annað.

Búrið kom í hús og Anton var með alls konar gróður og ég veit ekki hvað og hvað fyrir fiskinn. Þetta varð bara verulega snyrtilegt og smart þarna inni á skrifstofu hjá mér og áður en ég vissi fjölgaði í búrinu. Ég hafði gefið fiskinum nafnið Ókindin eða Jaws. Fannst þessi litli fiskur verða að fá stórt nafn. Svo voru kominir fleiri fiskar að sömu og öðrum tegundum sem báru nöfn eins og Alda, Erla, Anton, Svavar... agalega ófrumlegt eða þannig.

En svo heyrði Gísli að Anton væri bara mjög vel að sér í þessu og þeir ræddu þetta fram og til baka. Eftr þetta spjall þeirra, þá var Gísli ákveðinn í því að setja upp gæludýradeild í Garðheimum.

Þannig að, af litlum fiski verður heil gæludýradeild til Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband