22.3.2009 | 13:09
Gömul gáta
Ég er glíma við gamla gátu núna. Ég elska svona gátur. Þessi spyr um karlmannsnöfn. Ég þykist vera komin með einhverjar lausnir. Fæ svörin hjá vinkonu minni / samstarfskonu minni í vikunni. En hvernig gengur ykkur að ráða í þetta?
Einn í dufti ávallt skríður Ormur
annar skort á mörgu líður Eiríkur
Oft hinn þriðja eykir draga Vagn
auga úr kind vill fjórði naga Úlfur
Er sá fimmti aðkomandi Gestur
ætla ég sjötti í veggjum standi Steinn
Sjöundi gamall alltaf er Karl
áttundi á hverri nál þú sér Oddur
Níundi múgur nefnist manns Lýður
nafn ber tíundi skaparans Kristinn
Ellefti verður aldrei beinn Bogi
á þeim tólfa er saur ei neinn. Hreinn
Endilega ef að þið getið fundið einhver nöfn, setið í athugasemdir hér að neðan. Líka þú pabbi!
...hmmm, er Facebook alveg búin að stela athyglinni? Fékk engin viðbrögð
Athugasemdir
já, facebook er alveg búin að stela athyglinni. Ég fór inn á bloggið núna af því að það er svo rólegt í vinnunni hjá mér
Áslaug Kristinsdóttir, 30.3.2009 kl. 12:26
Veistu!!! Ég er bara svo vitlaus að ég stend alltaf á gati í svona gátum. Gott á meðan ég dett ekki ofaní gatið
Oddný Guðmundsdóttir , 3.4.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.