4.4.2009 | 19:51
Gullkorn barna
Svenni sonur minn kom æpandi út af baðherberginu til að segja mér að hann hefði misst tannburstann sinn í klósettið. Ég fór og veiddi burstann upp úr og henti honum í ruslið. Svenni stóð og horfði hugsandi á, en hljóp svo aftur inn á bað og kom tilbaka með minn tannbursta. Hann hélt honum uppi og sagði með innilegu brosi við ættum þá að henda þessum líka, hann datt í klósettið um daginn".
Lítill drengur villtist í Baðhúsinu og endaði inni í sturtuklefanum. Þegar sást til hans, æptu sumar konurnar og reyndu að hylja sig. Drengurinn horfði hissa á og spurði svo. Hvað er þetta hafið þið aldrei séð lítinn dreng áður".
Sóknarprestur nokkur átti leið fram hjá leikvelli einn dag og sá þar nokkra krakka sem voru að jarða lítinn fugl. Þeir voru búnir að útvega sér lítinn kassa og grafa holu og nú átti sonur prestsins að messa yfir gröfinni. Sér til skelfingar heyrði presturinn soninn segja í nafni guðs, sona og heilagra sanda".
Magga litla var að fylgjast með þegar foreldrar hennar höfðu fataskipti til að fara út að skemmta sér. Þegar hún sá pabba sinn fara í jakkafötin sagði hún aðvarandi pabbi, þú skalt ekki fara í þessi föt". Og af hverju ekki elskan mín" spyr pabbinn. Þú veist þú færð alltaf höfuðverk daginn eftir að þú hefur notað þessi föt".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.