Ég átti mér draum...

Ég hef aldrei skilið þetta. Ég þessi litla netta fallega álfadís, hef aldrei verið beðin um að vera brúaðarmeyja í brúðkaup. Þetta er eitthvað sem mér er bara alveg ómögulegt að skilja. Ég meina, ég er bara eins og klippt út úr ævintýrabók. Allar þessar Disney prinsessur og álfameyjar eru allar teiknaðar með mig sem fyrirmynd. Hafið þið ekki alveg örugglega tekið eftir því? Eða er þetta rangur misskilningur hjá mér? Er það kannski málið?

En hvað um það. Einu sinni náði ég næstum því að verða brúðarmeyja. Það var haustið 2004. Svana vinkona og Anton vinnufélagi minn voru búin að ákveða að ganga í hjónaband. Mér til mikillar gleði, enda hafði ég þurft að hafa mikið fyrir því að koma þeim saman, þessum elskum. Um leið og ég frétti af þessu, þá ákvað ég bara að nú skildi ég heimta að fá að vera brúðarmeyja. Láta þennan langþráða draum minn loksins rætast. Ég byrjaði pent að spyrja hvort að það yrðu örugglega ekki brúðarmeyjar. Svana horfði hissa á mig og sagðist ekki vera búin að ákveða það. Þá sagi ég henni að ég væri alveg til í að taka að mér það ábyrgðarmikla hlutverk. Það yrði mér sönn ánægja. Ég get ekki alveg lýst skelfingarsvipnum á henni Svönu minni, en ég hélt að hún væri hreinlega að fá taugaáfall. Ég byrjað að lýsa fyrir henni hvernig ég gæti verið klædd. Mætti auðvitað ekki skyggja á fegurð brúðarinnar. Svana var orðin náhvít í framan og ég var farin að halda að hún væri að verða eitthvað lasin. Svo þurfti að allt í einu að rjúka og við náðum ekkert að ræða þetta frekar.

Svo frétti ég það bara út í bæ að það var æfing hjá þeim í kirkjunni fyrir brúðkaupið. Bíddu... bíddu... og enginn haft orð á því við mig?!!!! Ég var nú ekki alveg að skilja þetta. Hvað var eiginlega í gangi?

Ég dreif mig í tjullið mitt. Setti upp sætu kórónuna mína, sótti sæta veldissprotan minn og allt... æfingin var byrjuð þegar að ég kom, svo að ég æddi bara inn í miðja æfingu og spurði hvað gengi eignlega á? Af hverju sagði mér enginn frá æfingunni? Það fóru allir að skellihlægja... nema brúðurin. Ég sá á Svönu að hún var upptjúnuð af stressi. Hún er svo nákvæm þessi elska og vill gera hluti svo vel að hún var alveg stjörf af stressi. Svo allt í einu tekur hún bakföll og sprakk úr hlátir. Gat ekki hætt að hlægja og tárin runnur niður kinnar hennar. 

Þar sem allir stóðu þarna hlægjandi (skil ekki af hverju) og æfingin alveg komin í einhverja vitleysu, sá ég að ég varð bara að taka í stjórntauminn. Gekk að prestinum, heilsaði honum og hneigði mig eins og sönn prinsessa og kynnti mig fyrir honum. Ég var sko brúðarmeyjan, með ákveðnum greini n.b. Hann heilsaði og kynnti sig sem Þórhall Heimisson og hann væri presturinn, líka með ákveðnum greini. Við vorum sko aðal Wink

Þar sem þetta var allt komið úr böndunum þá sagði ég að nú skildum við taka eina góða æfingu. Sýndi þeim síðan nokkur spor til að velja úr hvernig ég ætti að ganga inn gólfið. Þau voru ekki hrifin af valhoppi mínu, en kusu að ég tæki eitt skref í einu og stoppaði ögn á milli. Mér fannst það frekar óspennandi, en þau máttu ráða þessu. Svo gekk æfingin eins og í sögu. Presturinn benti mér á að sitja í tröppunum fyrir neðan altarið/kórinn og vera stillt. Bað mig nokkrum sinnum að sitja stillt. Fannst þetta frekar stjórnsamur prestur. Maður varð nú að finna flottustu pósuna þarna fyrir framan alla gestina Kissing

En þau stóðu sig eins og hetjur og ég auðvitað líka. Þarf svo sem ekki að taka það fram. 

bru_armeyjai.jpg    bru_armeyjaii.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þau sögðu mér að þau vildu miklu frekar hafa mig sem veislustjóra í brúðkaupsveislu þeirra, en brúðarmeyja.

Ég hefði nú alveg getað verið bæði, en ég samþykkti það.

BrúðarMEYJAN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Ég á skýrari eintök af myndunum, kannski ég skipti út... eða ekki. Allt í lagi að hafa þetta svona óskýrt

Anna Viðarsdóttir, 16.4.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband