16.9.2007 | 20:12
Bílskúrinn! (með ákveðnum greini)
Bara svo að það sé betra að átta sig á stærð bílskúrsins þá tókum við mynd af bílnum hans Alla inn í bílskúrnum. Við ókum bílnum inn þannig að það er u.þ.b. hálfur metri frá húddi bílsins að vegg. Tek það fram að bílinn er af tegundinni Toyota Avensis station. Sko... station! Enda er þetta algjör station bílskúr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 16:10
Bílskúr!!
Hvað haldið þið? Ég er bara með svima núna... það er allt að gerast svo hratt. Allt í einu er ég búin að kaupa bílskúr! Já... og það fylgir honum reyndar líka íbúð. En það er aukaatriði. Núna er ég komin með bílskúr og get geymt mótorhjólið mitt heima við. Mikið svakalega er þetta gaman. Svo er íbúðin mín komin á sölu og ég að fara að sýna hana tveimur í kvöld. Allt að verða crazy Hér eru myndir af væntanlegu heimili okkar Alla, í Gautavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 16:02
Yfirlýsing
Núna er klukkan 16:00 og það er fimmtudagurinn 13. september 2007... OG ÉG ER SVÖNG!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2007 | 12:51
Konur er klárar!
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna. Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: "Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af"
Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims.
Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims.
Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni.
KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn : "Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú." Ella svaraði : "Það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans."
KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn: "Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún?"
Ella svaraði: "Ég vil fá vægt hjartaáfall ... !"
KONUR ERU KLÁRAR........!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 11:16
Michelin
Þið þekkið flest Michelin manninn. Hann er búinn að vera vörumerkið hjá Michelin hjólbörðum í marga áratugi. En það er annað... það er búið að finna konuna hans. Hún fannst á sundi i laug í Florída. Tek það fram að ég hef ekki komið til Florída í möööörg ár og ég fór ekki í neina sundlaug þá. Svo að það er ekki hægt að rugla þessari konu saman við mig. Bara að hafa það á hreinu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 19:19
Frk óþolinmóð
Ég verð nú bara að játa að ég er frekar óþolinmóð núna... búin að vera svakalega dugleg í mataræði og að mæta í sprikl í rétt rúmar tvær vikur. Það eru farin 2,1kg en fjögur hjá sumum tjellingum í þessum hópi Ég skil ekki hvernig það er hægt! Ég er ekkert lítið afbrýðisöm, verð ég að játa. En það er bara að harka af sér og gefast ekki upp
En svo er maður að bíða eftir að tvær nálægt mér léttist þokkalega á skömmum tíma. Guðrún frænka er að koma með sitt annað barn og Erla vinkona sitt fyrsta. Ég ætla mér nú ekki að fara í þann "megrunarkúr" hehehe! Læt aðrar um það. En maður bíður spenntur eftir tíðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 18:39
Rissessur
Bara að láta ykkur vita að þið þurfið ekki að fara að frönskunámskeið til að tala við svona rissessu eins og mig Neðst á auglýsingunni er spurt hvort að ykkur langi ekki til að læra tungumál sem þessi ákveðja rissessa talar. En það á ekki við um mig. Ég er íslensk rissessa
æææ... ég kunni ekki að snúa myndinni. Sorry
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 14:18
Karlremba
Þessi er gamall en alveg yndislegur... fyrir þá sem hafa lúmst gaman af karlrembum.
Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn.
Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!".
Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar.
Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.
Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...
Þá, sagði hann...
"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 10:22
Eilífðarhamingja
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.
Birtu þetta á blogginu þínu eða sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.
En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 20:12
Afsökun # 2
Í morgun átti sko heldur betur að standa við stóru orðin. Ahemm... Já, ræktin. Þið meinið það, já. Sko í morgun þá fattaði ég að íþróttabuxurnar mínar og bolirnir voru ekki orðin þurr frá því í gær. Ég hafði sett þurrkarnn á aðeins og stuttan tíma af því að hann er af eldri gerðinni. Vil ekki vera með fatnað í honum lengur en klukkustund. Svo ef að það er ekki alveg þurrt þá skelli ég því sem er enn blautt á snúruna. Ég hef slæma reynslu af því að láta þvottinn vera of lengi í þurrakarnum. Hann er búinn að tæta upp viskustykkin mín, handklæði og nefndu það.
...og viti menn. Mín gleymdi að taka úr þurrkaranum í gærkvöldi og skella á snúrunar svo að :
ÍÞÓTTAFÖTIN MÍN VORU Í ÞVOTTI!!! (Afsökun # 2)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)