6.9.2007 | 20:06
Afsökun # 1
Það stóð til hjá mér að fara á miðvikudögum og fimmtudögum í ræktina FYRIR VINNU! Takk fyrir. Mín bara með stórplön. En það er skyldumæting á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 17:40. En svo eigum við sjálfar að mæta þess á milli og helst að mæta 5x í viku í það heila.
Já já, ég og mínar áætlanir. Var nú ekki í vandræðum með afsökun á þriðjudaginn. Ég vaknaði nefnilega kl. 04:00 með svona svaka verki í hliðina á leggjunum og geri ég ráð fyrir því að þetta voru strengir eftir puðið á mánudeginum. Svo að mín svaf ekkert frá kl. 04:00 til kl. 06:30 Náði að loks að sofna og svaf til kl. 08:00
MAÐUR FER NÚ EKKI ÓSOFIN Í RÆKTINA! (Afsökun # 1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 19:53
Ekki jafnt
Ég verð bara að fá að segja mitt varðandi eitt stórt og mikilvægt atriði. Eins og sumir hafa kannski nú þegar komist að... að ég er að mæta í leikfimi til að koma mér í betra form. Það er nú auðvitað gott og blessað. En það er eitt sem er frekar ósanngjarnt. Það er þannig að líklega er ég þyngst í þessum hópi. Er kannski ekki hlutfallslega feitust, en þar sem ég er svona hávaxin þá er ég í heldina meira "magn" en hinar. Þegar að við erum svo að gera armbeygjur og þess háttar æfingar þar sem við erum að lyfta líkama okkar. Þá er ég að lyfta miklu þyngra en hinar, ekki satt?
Mér finnst þetta óréttlátt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 16:25
Konur sem keyra...
Saga frá karlmanni í umferðinni :
Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu. Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á milli fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 17:27
Stórhátíð
Nú þegar að afmælið mitt er yfirstaðið þá tekur við næsta stórhátíð. En það eru auðvitað jólin... hóhóhó! Þegar að þetta er skrifað þá eru 114 dagar til jóla. Framvegis getið þið fylgst niðurtalningunni auðveldlega hér á forsíðunni hjá mér, hér til vinstri.
Bráðum koma blessuð...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 21:44
Mango
O-mæ-got! Ég var að uppgötva það að ég hef aldrei keypt mér Mangó ávöxtinn fyrr. Hef smakkað hann hjá öðrum, en aldrei neitt pælt sérstaklega í honum. Guð minn góður hvað ég lenti í miklum vandræðum. Sko... plan kvöldsins var að ég mátti fá mér hálfan mangó ávöxt. Allt í lagi með það... þangað til að ég ætlaði að skera hann í sundur Ég held að það þurfi meirapróf á svona fyrirbæri. Hvernig í ósköpunum á maður að skera í sundur þennan ávöxt. Getur kannski verið að ég hafi verið með óþroskaðan ávöxt? Hann var með harðan og trénaðan kjarna. Á hann að vera þannig? H.J.Á.L.P.!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.8.2007 | 13:02
Kyntröll?
Nú er mín í smá átaki. Ætla eins og stór hluti þjóðarinnar að ná af mér einhverjum kílóum. Það kom upp smá vangaveltur hjá mér varðandi nafnið kyntröll. Það er notað um menn sem eru þykja hafa mikið aðdráttarafl og eru fallegir.... já og allt!
En hvað með konur... eins og mig? Svona stór eins og ég er. Er ég þá ekki líka "kynTRÖLL"?
Orðið fær þarna alveg nýja merkingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2007 | 21:21
Fleiri talningar
Ég frétti að það væru einhverjir sem ætluði sér að skila inn talningu á skópörum. Endilega skellið því inn. Setjið það í athugasemdir hér fyrir neðan.
...og það þarf ekki að vera neitt ýtarlegt. Bara ein heildartala.
Kveðja,
Anna skófíkill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2007 | 11:40
24.ágúst kl.23:59
Ég hélt að nú væru SMS-in hætt enda langt liðið á kvöldið. En nei ekki alveg.
- (Steinunn) Lísa bað mig að senda þér afmæliskveðju
- Ég svaraði til baka að það væri ekki leiðinlegt að fá kveðju frá Lísu. En Lísa er íslenskur hundur.
- (Steinunn) Fagra litla diskó dís
- Nú var ég farin að halda að sumar væru komnar í svefngals. Alli bað mig um að spyrja hvort að þær, Steinunn og Ólöf, hefðu munað eftir að taka inn lyfin sín
Hahahahaha!
- (Steinunn) Já, grænu töflurnar þær hafa þessi áhrif.
- (Ólöf) Afmælisstelpur fara sætar í rúmið. Góða nótt Bleika skvísa. Kv, Ólöf
- (Helgi) Til hamingju með daginn! Var ekki Bara fínt að fá eina frænku í ammælisjöf?
Góða nótt.
- (Steinunn) Þá er afmælisdagurinn alveg að klárast. Vona að þú hafir notið hans og ekki orðið meint af smsinu.
- (Steinunn) Til hamingju með daginn krúsidulla og takk fyrir kökurnar. Þær voru æði. Hafðu það gott í fríinu þínu.
- (Steinunn) Góða nótt. Með kveðju Steinunn og Lísa
- -Nú hélt ég að Steinunn væri hætt. En hún var sko sest við tölvuna og greinilega ekki í stuði til að fara að sofa-
- (Steinunn) Bank bank
- (Steinunn) Hver er þar?
- (Steinunn) Lýður
- (Steinunn) Hvaða Lýður?
- (Steinunn) Lýður bara vel eftir svona góðan afmælisdag bleika skvísa.
- (Steinunn) Nú er afmælisdagur að kveldi komin.
- (Steinunn) Nú breytist rissessan bráðum aftur í öskubusku
- (Steinunn) Öskubuska var heppin hún fékk prinsinn eins og bleika skvísa
- (Steinunn) En Rissessan á flottari bleika skó
- (Steinunn) Það er vont að ganga á glerskóm
- (Steinunn) Góða nótt. .............................................
- (Steinunn) Nú afmælisdagur er búinn
- -Ég sendi henni skellihlæjandi sms þar sem ég sagði að nú ætti hún að fara að sofa. Ég var alveg farin á límingunum yfir þessu. Hló svo mikið að ég var farin að tárast-
- (Steinunn) Já gamla er á leiðinni í rúmið
Þetta var alveg ótrúlega fyndið. Það var alveg sama hvar ég var, alltaf heyrði ég SMS pípið í símanum mínum. Steinunn þessi elska hefur verið kominn í einhvern þvílíkan gír undir það síðasta að ég hafði ekki undan að lesa. Enda er þetta svo lítið mál þegar farið er inn á siminn.is og slegið inn frá tölvulyklaborði. Ég skal spara ykkur talninguna. Þetta eru 112 SMS sem ég fékk í símann minn þennan afmælisdag minn.
Takk fyrir mig. Hafði ekki lítið gaman af þessu.... og bara að minna ykkur á Steinunn og Ólöf! Ég veit alveg hverjar eiga afmæli í október! Hahahahaha Bíðið bara!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 20:03
24.ágúst að kvöldi
Svo fór ég aðeins inn á MSN í dag og þar poppuðu upp kveðjur frá nokkrum : Erlu, Lilju sys, Ingu Sigrúnu og Kristínu Andreu.
Kjartan bróðir sendi mér skemmtilegan tölvupóst. Ég veit að það eru einhverjir póstar í vinnunni. Komst að því að Aðalsteinn sendi þangað. Ég kíki kannski á það um helgina
Nokkrir lögðu það á sig að hringja og óska mér til hamingju með daginn. Það voru: Anton & Svana, Ditta mágkona, Guðrún frænka (frá Stokkhólmi), Ásta, Sússý frænka, Susanne, Aðalsteinn og svo Ditta mágkona aftur til að tilkynna mér það að ég var að eignast frænku á afmælisdaginn minn. Bróðursonur minn að eignast frumburðinn sinn. Til hamingju með stúlkuna elsku Kiddi og Guðný.
Það er ekki annað hægt en að vera glaður á svona dögum. Mikið er maður heppinn að hafa þessa gullmola í kring um sig.
Bloggar | Breytt 25.8.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 19:49
24.ágúst kl.18:00
...og þau héldu áfram að dælast inn SMS-in. Úff!
- (TR ?) Er mín einum degi eldri en í gær eða jafnvel einu ári eldri en í gær kv tr
- Einu sinni var snigill sem fauk yfir hæðir og hóla á mótfák. Þetta var hú Anna ofurhugi
- Hún sá margar gamlar geitur á leið sinni um héruð
- Hún stoppaði við á og hitti þar einn hafur sem ber nafnið Alli
- Þegar hér var komið við sögu var snótin sú komin norður í land nálægtnorðupólnum.
- En hafurinn Alli var með stóran og hlýjan faðm sem passaði allgerlega fyrir snótina
Vá! Það er bara framhaldssaga! Hahahaha... er ekkert að gera hjá þessum stelpum??
- Hæ Anna. Silvia Nótt hér. Djjöfulli áttu flotta kórónu
- Hæ Lýður hér. Þú veist að það er megavika á dominos, en þú ert megaflottust
- (Dominos) Þú mátt sækja pizzuna tína kl: 18:11 Skeifunni 17. Kveðja Domino´s Pizza
Hér er gert smá matarhlé. Ótrúlega skemmtileg tilviljun að "Lýður" skuli senda mér þessi skilboð rétt áður en ég fór sjálf á Domino´s.
- (Áslaug) Til hamingju með afmælið!
- (Steinunn) Ilæmfa (ég spurði hvort að hún væri nokkuð öfug. Því ég les þetta sem afmæli afturábak)
- (Steinunn) Vissur það ekki
svo sendi hún mér þessa fínu mynd. Ég svarði henni með þökkum og nefndi jafnframt það hvað ég væri heppin.
- (Steinunn) Já segðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)