24.8.2007 | 19:30
24.ágúst kl.15:00
Þegar að Lilja var farin þá settist ég aðeins við tölvuna... og getið hvað ég var að gera! Jú mikið rétt. Skrá inn daginn Ennþá voru að berast mér SMS og hér heldur listinn áfram.
- Lýður drekkur bara lífrænt ræktað kaffi frá Himalaijafjöllunum
- Björg er enn að leita að pakka. Hún finnur ekkert nógu fínt fyrir þig. Kveðja Lýður
- Lýður hér. Lýður bara vel. En þér?
- Þú ert yndið okkar. Er ekki bara leiðinlegt að eiga afmæli?
- Flæ on the wing of love
- Flæ baby flæ
- Anna og Alli eru kærustupar, kyssast upp á mótorfák. Þau eru bæði sæt og rjóð. Eftir akstur á þjóðvegi.
- Knus KN´URNKLSÆFNAKO ÆFJIOAÆE FJIOWE ÆFA (ÞETTA skildi ég ekki!)
- Hver hefur bleikasta rúsínurassin? Það er hún Anna snigill þegar að hún hefur þeyst um á mótorfák
- ALLI, ÞAÐ ER ALLT Í LAGI MEÐ OKKUR
- (Hreinn) Mikið lítur þú vel út beiby frábært hár. Til hamingju með daginn.
- Við erum frægari en allt sem frægt er
- Vi love jú
- Sælar eru afmælisstelpur því þær fá afmæliskveðjur
- Bleikar stelpur komast langt
- Litli rassa spassi til hamingju með daginn...
- (Jóhanna) Happy birthday ! (hún er nýkomin úr 3ja vika ferð í Kanada, ennþá í enskunni)
- (Anna Margrét) Innilegar hamingjuóskir! Megi þetta verða þinn besti afmælisdagur!
- Vsetko naylepsie knarodeninam, ruzove dievoa (Þarna grunar mig að Ólöf hafi fengið Olgu frá Úgraínu til að setja þetta inn)
- Translation: Happy birthday, pink girl.
- (Ólöf) Afmælisstelpa (man hreinlega ekki hverju ég svaraði)
- (Ólöf) Bara öfundsjúk
Ég meina er þetta normalt?! Hahahaha
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 17:56
24.ágúst kl.13:00
Eftir að vera búin að "narta" í SMÁ tertusneið þá fór ég heim þar sem Lilja sys ætlaði að renna við í smá innlit. Hún vildi engar veitingar (ekki eins og sumir) heldur smá kaffi og búið. Ennþá dundu SMS-in í símann minn og ég hafði hreinlega ekki undan að lesa þau. Enda voru þær (Steinunn og Ólöf) ekkert lítið ánægðar með mig að mæta svona fín.
Lilja kom og færði mér nokkra skemmtilega pakka. Allt merkt Marylin Monroe, ekki leiðinlegt það Það var serviettupakki, bók með nokkrum staðreyndum um Monroe og svo þessa flotta popkorns box. Nú á ég sko flottastu popkornsskálina! En SMS-in komu í stíðum straumum. Þau sem eru ómerkt eru frá þessum elskum, ýmist Steinunni og Ólöfu.
- Takk fyrir mig. Þú ert gullfalleg
- Mikið rosalega ertu flott
- Mikið lítur þú vel út beiby, frábær kórona
- Mega bleik afmælisstelpa
- Allt er 44 ára Rissessu fært
- Hver er mesta krusidullan á Íslandi í dag?
- Það er snigillinn hún anna sem fýkur yfir hæðir á mótorfáki.
- Ekkert er betra en afmæli
- Til hamingju Ísland því þú fæddist hér
- (Maggi Viðar) Hjartanlega til hamingju með daginn! Agla Marta + Maggi Viðar = Erna Lilja
- Geymd en ekki gleymd afmælisstelpa
- Bleikur er heitur
- Bleikt er langflottast á afmælisstelpum
- Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli Afmæli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 14:22
24.ágúst kl.11:00
Ég varð auðvitað að fara í bakarí. Nánar tiltekið í Bakarann á hjólinu sem er hér á næsta götuhorni. Alveg yndislegt bakarí. Mæli alveg hiklaust með því Svo koma annað SMS reyndar ekki frá þessum elskum heldur gamalli æskuvinkonu. En þær voru heldur ekki alveg hættar.
Hér eru SMS-in :
- (Edda Sigga) Til hamingju með daginn gamla mín
- a... f... m... ææææææ.... l.... i í dag húrra fyrir þér
- Ég elska afmælistertur
- Lýður hér. Til hamingju með afmælið Anna. Björg er að kaupa afmælispakka, ég timi ekki mínum peningum.
- Til hamingju rúsinubollan mín... musi musi krusi
Haldið þið að það sé í lagi með þessar samstarfskonur? Hahaha... nú var ég komin í vinnuna með tertur og jurtarjóma á sprautu. Lét aðra þeirra vita að ég væri komin. Þá kom SMS:
- Hæ. Ég er alveg að koma HVERNIG ÞEKKI ÉG ÞIG? Í HVERJU VERÐUR ÞÚ?
- (Ég svaraði vitandi að þetta væri Steinunn, að það væri óvænt)
- (Steinunn) Ég er að koma. Ég verð í einkennisbúningi svo að þú þekkir mig (Garðheimabol)
Þær gáfu mér alveg rosalega fallegan blómvönd. Heppilegt að hann var í stíl við mig, afmælisbarnið. En ég ákvað að vera ekta afmælisbarn með kórónu og í bleiku tjullpilsi. Flottara gerist það ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 14:00
24.ágúst kl.09:00
Lét fara vel um mig upp í rúmi, enda í sumarfríi og ekkert sérstakt sem liggur fyrir. En það er alveg nýtt fyrir mér á þessum degi. Aldrei þessu vant ætla ég ekki að vera með afmæliskaffi. Verður bara flottara á næsta ári (45) í staðinn. En ég byrjaði á því að fara á netið og skrá inn á Smaladrengjasíðuna og kíkja á hvort að nafnið mitt væri ekki alveg örugglega á Sniglasíðunni.
... svo fóru SMS að berast! O... my... God! Þær eru yndislegar þær Ólöf og Steinunn. Sendu í gríð og erg skemmtileg SMS frá siminn.is
Hér eru nokkur dæmi:
- Á snigilinn FYKUR YFIR HÆÐID..........á motorhjól, afmæli í dag
- Til hamingju með afmælið mótorhjólastelpa. Mundu kökuna
- K A K A
- Súkkulaði kaka eða bara gulrótartertu
- Má vera skúffukaka
- Please
- afmæli, afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli,afmæli, mig langar í köku
- Risessa Risessa Risessa mig langar í köku
- Við risessurnar borðum kökur
- Mér þykir vænt um risessur og mig langar í köku
- Ertu búin að fá nóg af kveðjum, ef ekki enn og aftur til hamingju með afmælið kv, Risessan
- Ísland er með heppnari þjóðum að eiga manneskju sem þig
- Svífur yfir Esjuna afmælismær
- Ertu komin í afmælisfötin; upphlut og sauðskinsskó?
- Afmælisstelpur fara í spariföt.
Þarna á þessum tímapunkti tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að kaupa tertu og fara "fín" í vinnuna og gefa þessum elskum tertur. Enda hvernig er hægt að standast svona kveðjur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 10:14
Lukkubrandari...
Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.
Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um að opna sparireikning: þetta eru miklir peningar, þú skilur.
Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -viðskiptavinurinn er konungur!!!
Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn. Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir peningar kæmu.
Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur - hvernig stendur á því?
Gamla konan svaraði honum Mjög einfalt. Ég veðja!
Veðjar? spurði bankastjórinn, hvers konar veðmál?
Gamla konan svaraði: Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!
Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga.
Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?
Auðvitað! svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.
Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð.
Gamla konan svaraði: Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má ég þá koma við á morgun, kl. 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum líka vitni?
Auðvitað! Bankastjórinn samþykkti.
Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg viss!
Morguninn eftir kom gamla konan, kl. 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn.
Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000 evrur.
Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni. Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.
Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.
O.K. sagði bankastjórinn öruggur. Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss.
Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.
Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja hausnum á sér við vegginn.
Bankastjórinn spurði konuna: Hvað er að lögfræðingnum þínum?
Hún svaraði: Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að ég skildi í dag kl. 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 10:08
Með-í-ferð ?
Eg segi nú bara eins og Salamon í Stellu í orlofi. Ég þarf að fara í með-í-ferð. Eða kannski ekki... ég held þegar að ég fér að hugsa um það, þá eru þetta skór sem ég hef verið að kaupa á löööööngum tíma og fer bara svona vel með skóna mína. Þarf svo sjaldan að henda að ég sit uppi með gamla skó. Hmmm... er þetta kannski einhvers konar afneitun hjá mér? Líklega. En nú er hægt og bítandi að jafna mig á þessu áfalli. Ég er ekki að skrökva, mig grunaði aldrei að ég gæti talið nærri fjörutíu skópör. Reyndar er stór hluti þeirra útivistar- og sérhæfði skór. En mér er sama. Úfff... þetta er hrikalegt.
En þið sem þorðuð að senda mér ykkar talningu þakka ég kærlega fyrir. Ég er reyndar að komast að því að það eru ekki allir að fatta hvar svörin frá ykkur koma. En það er liður undir hverjum kafla sem ég skrifa sem heitir "athugasemdir". Ef þið smellið á það þá sjáið þið svörin sem ég hef fengið og eins getið þið bætt við ykkar svari. Ég er ennþá til í að fá fleiri talningar inn
En nú ætla ég að fara að snúa mér að einhverju öðru en að telja skópör hér heima. Þetta varð reyndar ágætis tiltektar hvatning í leiðinni. Svo að það er ýmislegt jákvætt sem kom út úr þessu eftir allt saman.
Kveðja, Anna bullukollur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:58
Ég hélt að ég væri hætt!!!!
Guð minn góður! Ég er enn að finna skó! Núna var ég að taka til inn í geymslu og þar fann ég kuldaskó sem ég var búin að gleyma
Svo þegar að Anna Lilja frænka fór að telja upp sína, þar á meðal töflur. Þá mundi ég eftir því að ég á töflur inn í skáp sem ég nota þegar að ég fer í almennings sturturnar. Ég ætla rétt að vona að ég sé hætt núna... .
...nema að froskalappir teljist með? Ég á eitt par af þeim, en þau eru í láni hjá Ólöfu samstarfskonu minni með meiru. Svo að ég get ekki tekið mynd af þeim. En nú held ég að ég sé hætt!
Taling: 37 pör + froskalappir = 38 pör!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 00:23
Mikilvæg rannsókn að talningu lokinni
En ég verð að viðurkenna að mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti svona mörg pör af skóm. Af því að ég kaupi mér svo sjaldan skó. Enda eru þetta mikið til skór sem ég er búin að eiga í mörg ár. Ef einhver hefði spurt mig og ég átt að svara einn... tveir... og þrír... hefði ég sennilega giskað á 20 pör og þótt nóg um.
Þannig að nú ætla ég að varpa fram spurningu á ykkur og spyrja: Hvað átt þú mörg skópör?
Endilega setjið inn í athugasemdir svar frá ykkur. Þetta er mjög mikilvæg rannsókn sem ég er að gera meðal þeirra sem eru í kring um mig. Ef einhver karlmaður les þetta þá á viðkomandi einnig að svara því hver mörg skópör viðkomandi á.
Hlakka til að sjá svörin frá ykkur
Kveðja frá stór-skógeiganda
Anna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2007 | 00:04
Kafli 11 - Mótorhjólaskór - Lokakafli
Jæja, ég held að ég sé búin að telja allt upp og þetta sé það síðasta. Auðvitað mótorhjólaskórnir mínir. Geymdi þá til síðast
Taling : 35
The end
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)