Kafli 10 - Keiluskór

Það er alveg á hreinu að það eru ekki margir sem geta státað sig af þessu. En ég á keiluskó! W00t Skó sem ég er búin að eiga í hmm... tjahh... líklega ein 15-20 ár! Ó-mæ-got! hvað það er langt síðan. Voru notaðir vikulega í tvö ár og svo næ ég núna kannski einu sinni á ári. Hefur farið í tvisvar á ári eftir að ég kom aftur í Garðheima.

Keiluskórnir

Ég á ekki bara keiluskó, ég á líka keilukúlu Wink

Taling: 34 pör


Kafli 9 - Götuskór

Þeir telja fjögur pör skórnir sem heyra undir götuskó. Ég er aðallega að nota þessa svörtu lengst til vinstri. Hinir eru teknir sjaldnar fram af ýmsum ástæðum. Er voða sjaldan í ljósum skóm einhverra hluta vegna.

Götuskór

Svo uppgötvaði ég það fyrir tilviljun að svörtu skórnir skilja eftir sig mynstur þegar að ég hef gengið yfir bleytu og fer á þurrt. Svakalega flott laufblaðamynstur. Var alveg eins og fífl þegar að ég sá þetta í fyrsta skipti. Horfði á gólfið og bakkaði um allt gólf og var ekkert að skilja í þessu skemmtilega laufblaðamynstri um allt gólf. Hló svo eins og hálfviti þegar að ég fattaði að ég var sjálf að búa þetta til með skónum mínum. Hmmm...já... sælir eru einfaldir Halo

Mynstur

Taling : 33 pör


Kafli 8 - Vetrarsportskór

Já já... haldið þið ekki að mín eigi fullt af skíðaskóm? Það er skíðaklossarnir fyrir svigskíðin, skór fyrir gönguskíðin og svo leðurskórnir fyrir Telemark skíðin. Einnig á ég moonboots fyrir vélsleða eða eitthvað annað. Það vantar ekki að maður getur tekið þátt í vetrarsportinu, ha?!

Skíðaskór
Svo á ég auðvitað þessa fínu listdansskauta Crying
Skautar

Taling: 29 pör


Kafli 7 - Stígvél

Það er líffræðileg ástæða fyrir því að ég á ekki fullan skáp af stígvélum. Það vantar ekki löngunina sko... heldur er það að ég hef það svera kálfa að ég kemst ekki í upphá stígvél. Svo þar að auki nenni ég ekki að ganga í háum hælum. En það er ekki um auðugan garð að gresja í úrvalinu af lágbotna stígvélum. Hvað þá með pláss fyrir kálfana mína. En mér finnst flott að vera í leðurstígvélum. En ég á s.s. tvenn stígvél. Bæði eru þau af gerðinni Ecco. Eins á ég ein sem eru bara ökklahá. Held að þeir fari í ruslið bráðum. Það er ekki þægilegt að ganga í þeim.

 Stígvélin 

 Gúmmístígvél

Svo fékk ég þessi flottu gúmmistígvél frá Alla. Nokkrum númerum of stór... hva!

 

Talning: 24 pör


Kafli 6 - Innskór

Svo er nú alveg nauðsynlegt að eiga nokkur pör af ljótum inniskóm! Ég á þrenn pör JoyfulWinkShocking

Inniskór

Taling : 20 pör


Kafli 5 - Íþróttaskór

Nú svo fyrir nokkrum kílóum siðan var maður sprækur hlaupari, meira að segja á tímabíli í langhlaupum. Þannig að eftir sitja tvenn pör af hlaupaskóm sem ég nota til alls annars en að hlaupa í, í dag. Það var þá... Whistling

Einnig á ég eina svarta skó sem ég notaði þegar að ég stundaði tækjasali og annars konar líkamsrækt. Þeir eru eiginlega ónotaði í dag. Þarf eiginlega að gera eitthvað í því, annað en að taka mynd af skónum. Er það ekki? Hmmm...

Íþróttaskór

Talning : 17 pör


Kafli 4 - Gönguskór

Ég á fjögur pör af gönguskóm. Fyrstu gönguskórnir mínir eru reyndar komnir með hlutverk blómapotts á pallinum hjá mér. Veit ekki hvort að það var táfýla eða hvað það var sem drap blómið í vinstri skónum en það er greinilega alveg steindautt Undecided  Kannski þarf ég að vera duglegri að vökva? Getur það verið? Já... nei... hehehehe.

Gönguskór

 

Talning : 14 pör


Kafli 3 - Sandalar

Ég á reyndar nokkur pör af sandölum. Suma fína og aðra... minna fína. Það væru nú líklega einhverjir búnir að henda nokkrum en ekki hún Anna. Það má alltaf notast við þetta aaaaðeiins lengur.

Fínni sandalar  Hinir sandalarnir

Uppáhalds sandalar mínir eru nettir dömulegir Ecco sandalar. Þeir eru fyrir miðju á myndinni til vinstri. Mjög mjúkir og þægilegir. Á myndinni til hægri vantar eitt par. Þeir eru á Siglufirði, en eru eins og þessi brúnu stóru ljótu nema svartir á litinn. Bláu sandalarnir eru úr plasti og teygju og nota ég þá sem vaðskó í bakpokaferðunum mínum. Sem sagt allt í allt 6 pör af sandölum

Taling : 10 pör


Kafli 2 - Spariskór

Ég á reyndar ekki marga spariskó. Var búin að henda 3-4 pörum í Rauða Kross gáminn í fyrra. En spariskórnir mínir eru þrenn pör.

Spariskór

Taling : 4 pör


Sagan af konunni sem hélt að hún ætti bara örfá pör af skóm - Kafli 1

Sko... þetta byrjaði allt á því að ég var að fara í bæinn með Erlu vinkonu minni fyrr í sumar. Það var heitt í veðri og mín langaði að vera á sumarlegum skóm. Ætlaði fyrst að fara í Ecco sandalana mína en mundi svo allt í einu eftir fallegu bleiku Kínaskónum mínum. En þá hafði ég keypt í China Town í New York fyrir einu og hálfu ári síðan. Ferð sem ég fór einmitt með henni Erlu. En þessa skó var ég ekki enn farin að nota Blush svo að þeir voru teknir fram og ég var ekkert smá fín í þeim trítlandi á Laugaveginum. Hér að neðan er einmitt mynd af þeim:

Kínaskórnir 

Svo fór ég að pæla í skónum mínum sem eru hér og þar út um alla íbúð. Fram í forstofu, inni í skáp, inn í geymslu... og viti menn... já og konur! Ég á ótrúlega mörg pör af alls konar skóm. Því til sönnunar ætla ég að byrja á að taka myndir af skónum mínum og birta hér næstu daga. Ég mun einnig telja þá um leið og ég birti myndirnar. Hefst hér með talningin.

Talning : 1 par


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband