25.7.2007 | 13:05
Mentos.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 12:58
Stjörnumerkin
Já það er alltaf verið að tala um stjörnumerki í ýmsum málum. Ég var að lesa frétt inn á vef FÍB um að óhappatíðnin er misjöfn eftir stjörnumerkjum. Steingeitin er víst vest í umferðinni. Þið getið séð nánar um þessa frétt hér. Það fylgdi reyndar ekki sögunni um hvaða merki stóð sig best. Líklega er það nú sjálf Meyjan
Gaman að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 21:34
Sumarfrí
Nú er mín að skella sér í smá sumarfrí. Ætla ekki hingað inn í nokkra daga. En þegar að ég kem aftur þá ætla ég að uppljóstra það sem ég var að komast að... mér til mikillar skelfingar.
Ég reynist eftir allt saman vera skófíkill. Ég var ekki búin að fatta hvað ég á mikið af skóm! Þetta er bara fyndið og ekkert annað.
En það verður það fyrsta sem ég sýni hér eftir sumarfrí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 20:30
Ljónið 22.júlí - 23.ágúst
Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskar á andmælendur þína. Þú er svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Þú er ráðríkur, barnalegur og sjálfsupptekinn bruðlari. Þú ert ófær um að taka gagnrýni og ert alltaf að glápa á þig í spegli.
Lasið Ljón: Ástþór Magnússon, friðarsinni, fyrrum forsetaframbjóðandi, tómatsósusullari og jólasveinn.
Bloggar | Breytt 11.7.2007 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2007 | 23:00
Krabbi 21.júní - 23.júlí
Þú þykist vera töff, en ert í ruan aumingi og tilfinningasósa og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Þú ert mislynd aurasál sem þolir ekki heimskingja og ert því í daglegum krossferðum að afhjúpa slíka þjóðfélagsþegna.
Kol-craxy Krabbi: Mike Tyson, brjálaður boxari sem hefur tileinkað sér eyrnnart listina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 09:57
07.07.07
Það eru margir búnir að bíða eftir þessum degi. Margir sem ætla að ganga í hjónaband eða gera eitthvað sérstakt á þessum degi... 07.07.07.
Ég ætla að aftur á móti að senda kveðju til Oddnýjar vinkonu minnar. Hún er fertug á þessum skemmtilega degi. Ætla að kíkja á hana í næstu viku og heilsa upp á hana í Noregi.
Til hamingju með afmælið Oddný mín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 13:35
Tvíburarnir 21.maí - 20.júní
Þú ert eirðarlaus og yfrirborðslegur, alltaf á hlaupum fá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
Þú ferð í bakaríið, kemur heim eftir viku og segir að dekkið á bílnum hafi sprungið (þú fórst fótgangandi).
Tvöfaldur Tvíburi: Angelina Jolie, var með blóð úr fyrrverandi kærastanum sínum, Billy Bob Thornton, í nisti um hálsinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 13:14
Nautið 20.apríl - 21.maí
Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eins sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðandi. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
Þú ert húðlatur nískupúki, þröngsýnn og þrályndur þvermóðskuhundur sem étur eins og svín. Skiptir þér af öllu, en masnt ekki eftir neinu.
Napurt Naut: Adolf Hitler (morðóð geðveila sem skaut sig)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 15:23
Hrútur 20.mars - 20.apríl
Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögur, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Þú ert ruddalegur og óþolnmóður skaphundur, sauðþrár besserwisser og fyrirlítur annað fólk
Háttsettur Hrútur: Tennesse Williams, þunglydnur dóp- og alkahólisti sem kafnaði á pilluloki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 15:17
Fiskarnir 19.febrúar - 20.mars
Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki humynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Þú ert alltaf að læsa þig úti og manst aldrei hvar þú lagðir bíldruslunni. Ert viðkvæmur og hörundsár fýlupúki sem felur sig í óhreinatauinu þegar vandamál banka á dyrnar.
Fingralangur Fiskur: Árni Johnsen, finnst gaman að kýla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)