Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2008 | 23:51
Davíð hans Michelangelo
Voru þið búin að frétta það að það á að senda styttuna af Davíð eftir Micheangleo til baka frá USA til Ítalíu í... smá "lagfæringu"
...örlítið neðar
hehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 16:05
Rosalega flott myndband
Kíkið á þetta myndband. Rosaleg flott :
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 20:17
Tvíburasystir mín
Ég skrapp um helgina og heimsótti tvíburasystur mína. Hún var að flytja til Keflavíkur í síðustu viku. Ég var nú ekki alveg að skila þessa athygli sem hún fékk við þessa búferlaflutninga. Ekki fékk ég svona athygli þegar að ég flutti á síðasta ári. En úff... mér er nú bara alveg sama. Það var svo mikill gestagangurinn að ég náði bara ekkert að tala við hana. Verð bara að skjótast seinna.
Það var gjörsamlega fullt út úr dyrum Þarna er hún litla skottan Krakkagormarnir hoppuðu í rúminu hennar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2008 | 14:21
The Bold and the Beautiful
Var í letikasti heima í stofu. Laugardagur og ekkert sérstak sem rak mig af stað í neitt annríki eða annað amstur. Bara gera það sem mér datt í hug þá stundina. Kveikti á sjónvarpinu og þá var að byrja vikuskammtur af Bold and Beautiful. Ég horfði á þetta með öðru auganu og með hitt á tölvuskjánum á ferðatölvunni minni. Þetta er alveg ótrúlegt dæmi þessi sápukúluþættir. Þvílík drama og atburðir sem gerast hjá einni fjölskyldu... og í ölll þessi ár. Þetta er eiginlega frekar sorglegt þegar að maður fer að spá í þetta. Hugsa sér að það er í alvörunni fólk sem lifir fyrir þessa þætti og missir ekki einn einasta úr.
Prufaði að "googla" þáttinn og þá kom strax upp þessi síða.
http://www.cbs.com/daytime/the_bold_and_the_beautiful/
Bráðnauðsynlegt til að missa nú ekki af neinu.
...hmmm, þarf ég að hafa áhyggjur? Ég er farin að blogga um The Bold and the Beautiful
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 21:33
YouTube
Ég á það til að kíkja stundum inn á YouTube.com Það eru ótrúlega mörg skemmtileg myndbönd þarna. Eitt af mínum uppáhalds myndböndum er þetta hér af barninu sem settu upp "reiða svipinn"
Svo fann ég annað núna áðan. Getið af hverju mér finnst það flott? Þið megið geta tvisvar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2008 | 09:58
Þú veist að það er 2008 ef...
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 15:48
Þarf ég að kvíða fimmtugsafmælinu?
Já ég er bara aðeins að pæla... sko. Þannig er að þegar að ég mætti í vinnuna á mánudaginn. Átti afmæli á sunnudaginn. Þeim leiddist ekki ónefndum vinkonum mínum í vinnunni, þó að þær væru að vinna á sunnudegi. Greinilega einum of rólegt hjá þeim, því að þær höfðu greinilega góðan tíma til að skreyta skrifstofuna mína í tilefni afmælisins.
Segið svo að maður sé ekki heppinn með samstarfsfólk! ...já, eða þannig. Þær eru yndislegar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 20:05
Góð kona kvödd
Laugardaginn 23.ágúst síðast liðinn kvaddi ég frábæra konu. Hún Hafdís Ólafsson tengdamóðir mín lést sunnudaginn 17.ágúst og var jörðuð á laugardaginn. Það er mikill söknuður í hjarta mínu núna og sérstaklega þar sem hún var nú ekki eldri en 66 ára. Þetta er enginn aldur til að kveðja þetta jarðríki. Svo að ég tali nú ekki um þegar að viðkomandi manneskja var svo lifandi og áhugasöm um svo margt. En svona er lífið. Þetta er það eina sem er öruggt í þessu lífi okkar... það sem fæðist, það deyr að lokum.
Hafdís K. Ólafsson
Ég fékk að kynnast Hafdísi í veikindum sínum. Hún bjó hjá okkur þegar að hún var í krabbameinsmeðferð hér fyrir sunnan. Það er tími sem var mér mjög dýrmætur, að fá að hafa hana hjá okkur og kynnast henni svona vel. Ég hef hana sem mína fyrirmynd í mörgu í framtíðinni, ekki spurning.
Blessuð sé minning frábærrar konu og yndislegrar tengdamóður.
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 15:54
Með þeim betri.
"Ætlarðu ekki að fara til dyra?" spyr kona hans.
Jæja, hann dregst á lappir, fer niður stigann og opnar. Þar fyrir utan stendur maður. Ekki fór á milli mála, að maðurinn var vel fullur.
"Hæ," sagði sá drukkni, "geturðu komið og ýtt mér?". "Nei, þú ert of fullur, burt með þig, klukkan er hálf fjögur að nóttu og ég var sofandi." segir maðurinn og skellir hurðinni á hann.
Svo fór hann aftur upp í rúm. Kona hans spurði hvað hafði gerst og sagði síðan, "Heyrðu, þetta var nú ekki fallega gert. Manstu þegar bíllinn okkar bilaði og við þurftum að fá einhvern til þess að ýta okkur um miðja nótt til þess að ná í börnin til barnapíunnar? Hvað hefði gerst, hefði sá maður ekki ýtt okkur?".
"Já en þessi maður er blindfullur.", svaraði maðurinn.
"Skiptir ekki máli, við eigum að hjálpa honum." sagði konan.
Maðurinn fer þá aftur fram úr og niður stigann og opnar dyrnar. "Á ég að ýta þér núna?" kallaði hann út í myrkrið.
"Já, takk, endilega" kallaði maðurinn utan úr myrkrinu. "Hvar ertu?", kallaði hinn.
Og sá hífaði kallar: "Ég er hérna í rólunni úti í garði!"!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)