Færsluflokkur: Bloggar

Toppurinn að vera í teinóttu...

Nú er mál að þjóðnýta teinóttu jakkafötin og láta elítuna fá eitthvað viðeigandi

teinótt

...á meðan við almúginn verðum bara að láta okkur nægja stuttermaboli. 

island empty


Hættulegustu gatnamót landsins

Það er vitað mál að hættulegustu gatnamót landsins tengjast Kringlumýrarbrautinni. Það er aðallega þessi þar sem Kringlumýrarbrauti sker Miklubraut og svo aðeins norðar þar sem hún mætir Suðurlandsbraut og Laugavegi.

Ok, verum raunsæ. Hvaðan koma allir þessir bílar á Kringlumýrarbrautinni? Jú, frá Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði... þið vitið hvað ég meina.

Ef við bara bönnum Kópavogsbúum, Garðbæingum, Hafnfirðingum og öllum af Suðurnesjunum að koma til Reykjavíkur á meðan að þeir geta ekki höndlað gatnakerfið í Borg óttans! Er þetta ekki málið? Wink


Tilkynning

krónan

Það borgar sig að undirbúa sig fyrir ellina


Forsætisráðherra (r)

davidgeir

Þarna má sjá TVO forsætisráðherra, en annar þeirra stjórnar og stýrir

... á meðan hinum finnst bara ægilega gaman að sitja í.

 

Þeir sem halda að Geir fái að ráða einhverju... rétti upp hönd!


Má ekki vera hrædd við að breyta til

Fór í klippingu í gær. Er að spá í að fá mér hárlengingu. Kannski eitthvað eins og þetta?

har Er þetta ekki málið? Ha?! hehehe

 

Svo hef ég alltaf verið feimin við að vera í lit. Svo að ég tali nú ekki um sundfötin.  Hvað með bleikt?

mjona2 Skella mér í nokkra ljósatíma og...

 

Hafið þið tekið eftir því hvað margir virka fallegir á netinu? En það er ekki allt sem sýnist!

mjona8

 

Stelpur! Erum við ekki bara sáttar við okkur? Við erum æðislegar InLove


Pæling...

Það er alltaf þetta vanalega sem kemur yfir mann á haustinn og jú líka eftir áramótin. Þarf maður ekki að koma sér í betra form. Finnst maður vera eitthvað svo ólögulegur og ómögulegur, en svo þarf maður ekki annað en að fara inn á netið og sjá að þetta gæti verið miklu... MIKLU... verra...

mjona1

t.d. allt í einu finnst mér ég hafa alveg svakalega nettan bossa Wink

mjona3

svo getur maðurinn minn alveg tekið utan um mig og fer létt með það Kissing

mjona6

...og allt í einu finnst mér ég vera með pínu brjóst

mjona7

svo er það í hina áttina Crying 

Svei mér þá, ég er bara alveg ágætlega sátt eins og ég er InLove


Kannast einhver við þetta???

Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið.

Mamma segir:  Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.  Ég ætla að fara

uppí rúm.  Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi

poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri

eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og

skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.


Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,

straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.  Hún tók saman dagblöðin sem

lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti

símaskrána niðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr

uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það myndi þorna.


Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti

peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.

Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.  Svo

skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.


Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og

greiddi sér.

Pabbin hropaði úr stofunni; ég heltað þú værir að fara að sofa.

Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.  Gekk

úr skugga um að dyrnar væru læstar.  Loks kíkti hún á börnin og talaði

við eitt þeirra sem enn var að læra.  Í svefnherbergi sínu  stillti hún

vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók  rúmteppið af

rúminu.

Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú

fer ég að sofa - og það gerði hann.


TIL HEIÐURS MÁNUÐI KVENNA - SÝNDU ÞETTA EÐA SENDU TIL 5 KJARNA KVENNA  (bara ef

þú hefur tíma.......ha)



PS.

Svo eru kallarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar.

Er hætt! Einn góður fyrir helgina

vinsopi

 

Ég las eina grein um daginn að alkahól væri hættulegt! Shocking

Crying ég varð skíthrædd!

 

Svo að ég ákvað að hætta!

...frá og með morgundeginum er ég hætt að LESA! Wink


Konur eru sterkir stjórnendur...

...en eru oft ekki í framlínunni. Hvað haldið þið að konur stjórni oft á tíðum þó svo að það líti út fyrir að maðurinn sé sá sterki? Ég er ekki nein rauðsokka, sérlegur feministi, heldur þokkalega raunsæ. Eitt með betri dæmum og segir svo margt er þetta :

Það er til fræg saga um að Bill Clinton hafi á valdatíð sinni séð fyrrum kærasta Hillary og sagt: ,,Ef þú hefðir gifst honum værir þú í dag eiginkona pylsusala." En Hillary á að hafa svarað: ,,Nei, þá væri þessi maður forseti Bandaríkjanna."

Ég held að þetta sé nokkuð til í þessu hjá henni Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband